miðvikudagurinn 2. desember 2009

Stjórn Verk Vest ályktar um aukningu aflaheimilda

"Gera má ráð fyrir að veiðar og vinnsla sjávarafurða muni áfram skila Íslendingum hvað mestum verðamætum í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Niðurskurðurinn sem þegar hefur verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. En ljóst má vera að við óbreytt ástand munu fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast. Það mun leiða til enn frekara óöryggis hjá fiskverkafólki og sjómönnum sem um þessar mundir skapa þjóðarbúinu hvað mest verðmæti.

Stjórnvöldum ber skylda til að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Ein af leiðunum til þess að svo verði ekki er að auka aflaheimildir, sem og takmarka útfluttning af óunnum afla.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga skorar því á Alþingismenn að ganga fram af festu og auka aflaheimildir nú þegar. "

miðvikudagurinn 2. desember 2009

Stjórn Verk Vest ályktar um aukningu aflaheimilda

Úr vinnslusal Odda á Patreksfirði
Úr vinnslusal Odda á Patreksfirði

"Gera má ráð fyrir að veiðar og vinnsla sjávarafurða muni áfram skila Íslendingum hvað mestum verðamætum í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Niðurskurðurinn sem þegar hefur verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig.


Meira

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir yfir þungum áhyggjum og sendir frá sér eftirfarandi ályktun vegna fyrirhugaðrar þjónustuskerðingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

"Ferðir ferjunnar Baldurs eru samfélaginu á sunnanverðum Vestfjörðum lífsnauðsynlegar. Samkeppnisstaða svæðisins verður stórlega skekkt gagnvart öðrum landshlutum ef dregið verður úr daglegum ferðum.  Má í því samhengi nefna, að fiskútflutningsfyrirtæki hafa á síðustu árum byggt upp verðmæt viðskiptasambönd sem nú er hætta á að fari forgörðum ef daglegar ferjusiglingar verða ekki tryggðar áfram.


Skerðing af þessu tagi leiðir til ótryggara atvinnuástands hjá íbúum byggðarlaga sem byggja nánast allt sitt á vinnslu og veiðum sjávarfangs, fyrir utan að hafa jafnvel bein áhrif á íbúaþróun með neikvæðum hætti.  Þá gegnir Ferjan Baldur einnig lykilhlutverki í samgöngum vegna reksturs framhaldsdeildar á Patreksfirði undir stjórn Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfirði.


Á meðan ástand vegamála á svæðinu er svo dapurlegt sem raun ber vitni, er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólkinu og atvinnulífinu á suðurfjörðunum upp á það að skerða þjónustu Baldurs. Hið skelfilega ástand veganna og fyrirhuguð skerðing á vetrarþjónustu gerir það að verkum að á þá flutningsleið er ekki hægt að treysta.

Í ljósi þessa skorar stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga eindregið á samgönguráðherra að fallið verði frá þessum áformum og íbúum suðursvæðis Vestfjarða  verði áfram tryggð þjónusta  með daglegum siglingum Baldurs yfir Breiðafjörð."

Frá Stjórnarfundi á Hólmavík
Frá Stjórnarfundi á Hólmavík

Allt of mikilli orku Alþingis hefur verið eytt í þref um lausn Icesavefrumvarpsins, á meðan hafa mál sem snúa að atvinnulífi og heimilum landsmanna verið látin sitja á hakanum. Eigi Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðrins að halda, er nauðsynlegt að unnið verði að lausnum þrátt fyrir að þing hafi nú verið rofið. Á meðan ekkert er að gert eykst vandi skuldsettra heimila og fyrirtækjum í landinu blæðir út.

 

Leiða má að því líkum í óbreyttri stöðu þá muni fyrirtæki  þurfa að grípa til þeirra neyðarúrræða að draga enn frekar saman í rekstri. Afleiðingarnar yrðu uppsagnir starfsfólks í meiri mæli en áður hefur verið.  Til að koma í veg fyrir slíkt þurfa stýrivextir Seðlabanka að lækka niður í 3 - 5% sem fyrst. Verðtryggingu á húsnæðislánum þarf að frysta tímabundið, eða afnema með öllu.

 

Verkalýðhreyfingin hefur marg oft bent á hve ómarkvissar og seinvirkar aðgerðir sem gripið hefur verið til af hálfu ríkisvaldsins væru. Í því samhengi er tekið undir ályktun miðstjórnar ASÍ frá 26. ágúst síðast liðinn um greiðsluvanda heimila. Það skilar engu að draga lappirnar í doða og aðgerðarleysi, áræðni og þor til framkvæmda er atvinnu og efnahagslífi okkar nauðsynlegt.

 

Sparnaður, niðurskurður og aðhaldsaðgerðir eiga ekki að vera einkunarorð þegar byggja þarf upp til framtíðar. Botnfrosið hagkerfi skilar okkur ekki öðru en gjaldþrotahrynu heimila og fyrirtækja. Snúum vörn í sókn með sameiginlegu átaki verkalýðshreyfingarinnar, vinnumarkaðarins og Alþingis."


miðvikudagurinn 2. september 2009

Skorað á Alþingi í ályktun stjórnarfundar Verk Vest

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hélt stjórnarfund á Þingeyrir í gækvöldi. Að venju var umræða um atvinnuhörfur og þann vanda sem blasir við heimilum landsmanna við óbreytt ástand til umræðu. Fundarmönnum var tíðrætt um þann doða og aðgerðarleysi sem virðist vera í störfum Alþingir þegar kemur að þessum málum. Þykir sýnt að grípa verði til aðgerða nú þegar með lækkun stýrivaxta og afnám eða frystingu verðbóta á húsnæðis og íbúðalán. Eftir nokkra umræður um greiðluvanda heimilanna og atvinnuhorfur í fjórðungnum samþykktu stjórnin að senda frá sér eftirfarandi ályktun.

"Allt of mikilli orku Alþingis hefur verið eytt í þref um lausn Icesavefrumvarpsins, á meðan hafa mál sem snúa að atvinnulífi og heimilum landsmanna verið látin sitja á hakanum. Eigi Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðrins að halda, er nauðsynlegt að unnið verði að lausnum þrátt fyrir að þing hafi nú verið rofið. Á meðan ekkert er að gert eykst vandi skuldsettra heimila og fyrirtækjum í landinu blæðir út.


Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.