Síðasti stjórnarfundur ársins hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga fór fram í gær. Formaður fór yfir stöðu mála í kjarasamningunum, allheitar umræður voru um framkomnar kröfugerðir sambanda sem félagið er aðili. Var það samdóma álit stjórnarmanna að ekki væri ástæða til að kvika frá framsettum kröfum.

 


Meira

föstudagurinn 6. júlí 2007

Ályktun stjórnar Verk Vest

Ályktun stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga vegna niðurskurðar á veiðiheimildum Þorskkvóta fyrir komandi fiskveiðiár.

  

"Vegna niðurskurðar á Þorskkvóta á komandi fiskveiði ári skorar stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga á ráðamenn þjóðarinnar að taka til endurskoðunar regluna um kvótaálag á útflutning á ísuðum óunnum fiski.   Nú liggur fyrir að með boðuðum niðurskurði þorskafla mun landvinnsla á Vestfjörðum verða mjög illa úti miðað við óbreytt fyrirkomulag. Ráðamönnum þjóðarinnar ber skylda til að tryggja sem öflugasta landvinnslu sjávarafurða á Íslandi, en það verður ekki gert með því að hvetja útgerðir til að senda sjávarafla óunninn úr landi "

 

Greinargerð.

 

 

Á Vestfjörðum er samkvæmt nýjustu tölum frá Hagfræðideild Háskóla Íslands, hæsta hlutfall verkafólks við fiskvinnslu og tengd störf.  Með boðuðum niðurskurði á aflaheimildum í Þorski munu afleiðingarnar því hafa veruleg áhrif á störf og kjör þessa hóps.  Með því að breyta reglunni um útflutning á óunnum sjávarafurðum þannig að tryggt verði að sem mestum afla verði landað til vinnslu á Íslandi, þá munu afleiðingarnar ekki verða eins harkalegar og gera mætti ráð fyrir.

 

Með reglugerð nr.750/1999 var þessum reglum breytt á þann veg að aðeins sá hluti aflans sem ekki er endanlega vigtaður hérlendis er nú látinn sæta álagi. Þessi skerðingarregla hefur frá 1.sept. 2001 verið 10% af óvigtuðum afla en var í upphafi 25% af öllum afla. Gert er ráð fyrir að kvótaálagið hverfi alveg á næsta fiskveiðiári.

 

Fiskvinnsluna og innlenda fiskmarkaði munar tvímælalaust mest um þann fisk sem nú er fluttur út óunninn. Miðað við boðaðann aflasamdrátt í þorski á næsta fiskveiðiári skiptir það fiskvinnsluna mestu máli að eiga kost á að bjóða í þann fisk sem ella færi á erlenda fiskmarkaði.  


Framkvæmdastjórn SGS krefst þess að unnið verði að markvissri stefnumörkun um atvinnuöryggi verkafólks í fiskvinnslu," segir í ályktun framkvæmdastjórnar SGS, sem var að ljúka á Siglufirði, ,,þannig að geðþóttaákvarðanir kvótaeigenda geti ekki lagt lífsgrundvöll fjölda manns í rúst í einum vettvangi."
Meira

mánudagurinn 7. maí 2007

Ályktun aðalfundar 2007 um atvinnumál

"Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, haldinn á Ísafirði 5. maí 2007, fagnar allri umræðu um atvinnumál, en hvetur jafnframt til opinnar og beinskeyttrar umræðu um fjölgun atvinnutækifæra sem fela í sér betur launuð störf á félagssvæði Verk-Vest. Fagna ber þeirri umræðu sem þegar er í gangi, en ljóst er að sú umræða er því miður lituð af komandi kosningum.
Meira

mánudagurinn 9. október 2006

Formannafundur SGS átelur hagstjórnarmistök

Úr ferð formannafundur SGS  2006
Úr ferð formannafundur SGS 2006
1 af 2

Formannafundur SGS sem haldinn var á Ísafirði 5. og 6. þ.m. samþykkti ályktun þar sem ríkisstjórnin er átalin fyrir hagstjórnarmistök sem stefna í hættu ávinningi kjarasamninga.  Á fundinum var kynnt félagsleg fræðsla á vegum MFA, launa- og kjarakönnun sem Gallup gerði fyrir sambandið og hagfræðngarnir Ólafur Darri Andrason hjá ASÍ og Guðmundur Ólafsson prófessor fluttu erindi og voru nokkuð á öndverðum meiði. Athyglisverðar niðurstöður komu fram í launa- og kjarakönnuninni. T.d. höfðu 75% þeirra sem fóru fram á launahækkun umfram kjarasamninga fengið hana, en aðeins rúml. 25% þeirra sem svöruðu höfðu farið fram á hækkun, þó aðeins 26% þeirra sem ekki reyndu það teldu sig hafa hæfileg laun. 30% þeirra sem ekki fóru fram á hækkun töldu það vonlaust, en 23% töldu sig ekki hafa stöðu til að biðja um hækkun. 
75% árangur þeirra sem reyndu gefur greinilega tilefni til að endurskoða þessa afstöðu.
60% sögðust hafa fundið fyrir vaxandi verðbólgu síðustu 6 mánuði. Könnunin leiddi í ljós að heildarlaun karla í fullu starfi voru 278 þús. en kvenna 187 þús.

Ályktun fundarins fer hér á eftir:

,,Fundur formanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands haldinn 6. október 2006, lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála. Verðbólga er mikil, vextir í sögulegum hæðum, gengi íslensku krónunnar hefur lækkað mikið frá áramótum og hagspár gera ráð fyrir litlum eða engum hagvexti á næsta ári. Við þessar aðstæður rýrnar kaupmáttur margra og aukin greiðslubyrði af lánum leggst þungt á skuldsett heimili.


Þetta er dapurleg staða fyrir íslenskt launafólk í lok eins mesta góðæris íslandssögunnar. Alvarleg mistök í hagstjórninni á liðnum árum hafa leitt til þess að þeir ávinningar sem yfirstandandi kjarasamningar áttu að tryggja launafólki hafa að stórum hluta glatast. Það er einnig dapurleg staðreynd að hagstjórnarmistökin hafa leitt til þess að atvinnulífið stendur ekki nægilega traustum fótum í lok hagsveiflunnar.


Formannafundurinn krefst þess að stjórnvöld geri það að forgagnsverkefni að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem er forsenda þess, að hægt sé að byggja upp hagvöxt til lengri tíma, auka varanlegan kaupmátt launa og byggja upp góð störf til framtíðar."


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.