Kosið um verkfall

Kjarasamningur Landssambands ísl. verzlunarmanna og atvinnurekenda rann út þann 28. febrúar 2015 og er nýr kjarasamningur ekki í sjónmáli. Atvinnurekendur voru ekki reiðubúnir til viðræðna um framlagðar kröfur og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í síðasta mánuði. Þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara voru viðræður þar árangurslausar. Ákveðið hefur verið að efna til leynilegrar allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á félagssvæðum aðildarfélaga LÍV.

Kjörgögn verða send í pósti

Atkvæðagreiðslan er rafræn og er aðgangur á heimasíðu LÍV www.landssamband.is. Allir kosningabærir félagsmenn fá send kjörgögn í pósti þann 12. maí með upplýsingum um hvernig á að bera sig að við atkvæðagreiðsluna.

Ef þú hefur EKKI fengið send kjörgögn eða hefur ekki aðgang að rafrænum atkvæðaseðli þegar atkvæðagreiðslan er hafin, bendum við þér á að hafa samband við skrifstofur félagsins á Ísafirði og Patreksfirði.

 Atkvæðagreiðsla hefst kl. 9:00 þriðjudaginn 12. maí 

 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 19. maí.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.