Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning LÍV og Samtaka atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Lægstu launataxtar hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samningstímanum. Lágmarkstekjur verða 300 þúsund krónur á mánuði frá maí árið 2018. Forsendur fyrir samningnum eru m.a. að hann verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð á vinnumarkaði og að kaupmáttur aukist. Undir lok viðræðna lá fyrir að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir breytingum á tekjuskatti sem myndi skila ávinningi til félagsmanna með millitekjur og er það hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Launahækkun 1. maí 2015 

 • Launataxtar hækka um kr. 25.000. 
 • Byrjunarlaun skv. öllum launatöxtum VR hækka að auki um kr. 3.400 
 • Launaþróunartrygging, á við um aðra en þá sem taka laun skv. launatöxtum. Grunnhækkun launa við gildistöku samningsins er 7,2% fyrir starfsmann sem er með 300.000 kr. laun eða lægri og hóf störf hjá launagreiðanda fyrir 1. febrúar 2014. Grunnhækkun launa starfsmanns sem er með hærri laun en 300.000 kr. fer stiglækkandi þannig að hún lækkar í jöfnum skrefum frá 300.000 kr. niður í 3,2% hjá starfsmanni með 750.000 kr. í laun. Hafi starfsmaður fengið hækkun eftir 2. febrúar 2014 dregst hún frá grunnhækkuninni. 

  Dæmi um launaþróunartryggingu
  :
  Starfsmaður er með kr. 500 þúsund í mánaðarlaun. Hann hóf störf hjá atvinnurekanda fyrir 1. febrúar 2014 og hefur EKKI fengið launahækkun eftir 2. febrúar 2014. Hann fær 5,4% hækkun skv. launaþróunartryggingu. Hafi hann fengið hækkanir á tímabilinu eru þær dregnar frá, en honum er tryggð að lágmarki 3,2% hækkun. Starfsmaður sem hóf störf frá 1. febrúar 2014 til loka desember 2014 fær 3,2%. 

Launahækkun 1. maí 2016 

 • Launaþróunartrygging er 5,5%, að lágmarki kr. 15 þúsund, fyrir starfsmann sem hóf störf fyrir 1. maí 2015.

Launahækkun 1. maí 2017 

 • Launataxtar hækka um 4,5% 
 • Byrjunarlaun skv. launataxta hækka að auki um kr. 1.700 
 • Almenn hækkun er 3% 

Launahækkun 1. maí 2018 

 • Launataxtar hækka um 3% 
 • Almenn hækkun er 2% 

LÁGMARKSTEKJUR FYRIR FULLT STARF VERÐA KR. 300 ÞÚSUND 

Lágmarkslaun með tekjutryggingu hækka í 245 þúsund krónur við undirskrift samningsins en þau eru í dag 214 þúsund krónur á mánuði. Í maí árið 2018 verða lágmarkstekjur 300 þúsund krónur á mánuði. Miðað er við lágmarkstekjur á mánuði fyrir fullt starf. 

Nánar er hægt að fræðast um innihald samningsins á síðu VR.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.