föstudagurinn 22. maí 2015

ORLOFSUPPBÓT !

Minnum félagsmenn á rétt þeirra á að fá greidda orlofsuppbót.

Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu.
Athugið að vegna stöðu kjaramála hefur ekki verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, þ.e. 39.500 krónur.

Þeir sem starfa hjá sveitarfélögum áttu að fá greidda orlofsuppbót að upphæð 39.000 kr. þann 1. maí sl.
Þessar upphæðir miðast við þá sem eru í 100% starfi.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.