sunnudagurinn 15. október 2017

Opinn fundur trúnaðarráðs Verk Vest

Opinn fundur trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn á Hótel Ísafirði mánudaginn 23. október kl.18.30.

Boðið verður upp á ekta íslenska kjötsúpu.

Dagskrá.

  1. Skattbyrði launafólks 1998 – 2016. Henný Hinz deildarstjóri hagfræðideildar ASÍ kynnir helstu niðurstöður og ræðir innihald skýrslunnar.
  1. Vinnustaðaeftirlit í samstarfi stéttarfélaga á Vestfjörðum og Vesturlandi – Einn réttur ekkert svindl! María Lóa Friðjónsdóttir verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits hjá Verk Vest kynnir starfið.
  2. Helstu áherslur í kjara- og atvinnumálum frá þingum Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands íslenskra verslunarmann.
  3. Önnur mál

Stjón Verkalýðsfélags Vestfirðinga hvetur félagsmenn til að mæta og kynna sér þau mál sem helst brenna á launafólki í aðdraganda kosninga og endurnýjun kjarasamninga.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.