Rafræn kosning um kjarasamning félagsmanna í Verk Vest sem starfa hjá ríkisstofnunum hefst kl. 09.00 miðvikudaginn 21. október og henni lýkur á miðnætti fimmtudaginn 29. október. Bæklingar með kynningarefni og lykilorði fyrir kosninguna verða settir í póst í dag. Einnig verður hægt að fá aðstoð við kosningu hjá skrifstofum Verk Vest á Ísafirði og Patreksfirði.

Tökum ábyrga afstöðu og greiðum atkvæði um nýjan kjarasamning.

Frekari upplýsingar um atkvæðagreiðslu og kjarasamninginn má finna hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.