1 af 3

Þann 6. ágúst 2005 varð draumur Vilborgar Arnarsdóttur að veruleika, fyrsti fjölskyldugarðurinn á Vestfjörðum var opnaður þann dag fyrir 10 árum. Upphaf og tilurð Raggagarðs má rekja til þess að Vilborg, eða Bogga eins og hún er kölluð í daglegu tali, vildi heiðra minningu sonar síns, Ragnars Freys Vestfjörð, sem lést í bílslysi í Súðavík árið 2001 þá aðeins 17 ára gamall. Þannig að móðurást og kærleikur eru hvatinn og driffjöðrin að sælureitnum sem Raggagarður er í dag. Meginmarkmið Boggu var og er að þarna geti fjölskyldur og vinir átt góðar samverustundir, notið náttúrunnar, farið í leiki og grillað saman. Verk Vest hefur einmitt boðið félagsmönnum á fjölskyldudaga í Raggagarði og hefur veitt styrki til uppbyggingar í garðinum. Í tilefni af 10 ára afmæli Raggagarðs verður boðið til afmælishátíðar í garðinum laugardaginn 8. ágúst og mætti Bogga inn á gólf hjá formanni félagsins til að ítreka að ÖLLUM félagsmönnum Verk Vest og fjölskyldum þeirra væri boðið á afmælishátiðina. Dagskráin hefst kl.10.30 og mun standa fram eftir degi með leikjum og skemmtidagskrá og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna í Raggagarð laugardaginn 8. ágúst. Sjá nánar á heimasíðu Raggagarðs.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.