fimmtudagurinn 11. október 2018

Réttindamál kynnt fyrir nýbúum

Þau eru fjölbreytt verkefnin sem koma inn á borð verkalýðsfélaganna. Á dögunum héldu Verkalýðsfélag Vestfirðinga í samstarfi við verkefnisstjóra mótttöku flóttamanna kynningafund um réttindi á vinnumarkaði fyrir nýbúa sem koma frá Írak og Sýrlandi. Ekki er það svo að formaður Verk Vest tali arabísku og naut því liðsinnis Ahmad, sem unnið hefur að móttöku flóttafólks á Akureyri og í Fjarðabyggð. Ahmad hefur töluverða þekkingu af íslenskum vinnumarkaði og talar mjög góða íslensku. Fólkið sem mætti á kynningarfundinn býr á Flateyri og Súðavík og eru byrjuð að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði ásamt því að vera læra íslensku. Mikil áhugi var á starfsemi stéttarfélaga og hvernig réttindamálum á íslenskum vinnumarkaði væri háttað. Eftir kynningarfundinn bauð Verk Vest fólkinu í heimsókn á skrifstofu félagsins til að kynna  starfsemi félagsins.  

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.