mánudagurinn 8. júní 2015

Samiðn frestar verkföllum til 22. júní.

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, MATVÍS, RSÍ, VM, Grafíu /FBM og Félags hársnyrtisveina við SA um endurnýjun kjarasamninga.
Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma.
Samninganefndir þessara félaga og sambanda og SA hafa orðið sammála um að fresta boðuðum verkföllum sem hefjast áttu 10. júní til 22. júní.

Iðnaðarmenn í Verk Vest sem starfa samkv. kjarasamingum Samiðnar eru EKKI á leið í verkfall þann 10. júní.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.