Hilmar, Guðrún, Pétur og Ingvar bíða spennt eftir samningavöffflum
Hilmar, Guðrún, Pétur og Ingvar bíða spennt eftir samningavöffflum
1 af 2

Á fundi Trúnaðarráðs Verk Vest var farið yfir nýgerða kjarasamninga Starfsgreinasambandssins og Landssambands verslunarmanna sem voru undirritaðir þann 29. maí síðast liðinn. Að mati trúnaðarráðs félagsins er um mjög hagstæða kjaramninga að ræða fyrir félagsmenn. Samningarnir sem gilda frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018 munu skila umtalsverðum launaleiðréttingum til allra hópa. Lagt var upp með það meginmarkmið að hækka lægstu laun umfram önnur laun og tókst það markimið nokkuð vel og munu tæxtahækkanir skila frá 65 - 75 þúsund á mánuði á samnningstímanum. Þá eru ótaldar hækkanir á bónusgreiðslum í fiski og launaflokkabreytingar sem munu einnig skila umtalsverðum kjarabótum til fiskvinnslufólks á samningstímanum. Reynsluboltarnir í fiskvinnslu gætu verið að ná allt að 90 þúsund króna hækkun á samnings tímanum. Aðrir hópar fengu einnig leiðréttingar og er rétt að nefna sem dæmi afgreisðlufólk í verslunum, bílstjóra og tækjastjórnadur og hópferðabílstóra. Ef kjarasamningar verða samþykktir þá ættu að koma inn drjúgar launaleiðréttingar um mánaðamótin júní - júlí. En þá koma til leiðréttingar á launum fyrir maí og júní ásamt leiðréttingu á orlofsuppbót.

Launaþróunartrygging mun skila þeim sem ekki vinna samkvæmt lágmarkstöxtum frá 3,2 -7,5% hækkun frá sama tíma þannig að þeir sem eru með laun að 300 þúsund í mánaðarlaun fá 7,5% en síðan fer launahækkunin stiglækkandi eftir því sem laun eru hærri. Í launaþróunartryggingu dragast hækkanir sem launamaður hefur fengið til 1.maí 2015 frá þeim hækkunum sem samið var um. Enginn mun þó fá minna en 3,2% launahækkun. Sett verður upp reiknivél á heimasíðunni þar sem fólk sem ekki er á taxtalaunum getur slegið inn mánaðarlaun sín og séð hver hækkunin á að vera.

Að lokinni kynningu á samningunum samþykkti trúnaðarráð félagsins samningana og hvetur félagsmenn til að taka þátt í kosningu um samningana. Slegið var upp vöfflukaffi til að fagna nýjum samningum.

 Hægt er að nálgast kynningu á kjarasamningum SGS á íslensku, ensku og pólsku hér.

Hér má finna kynningu á kjarasamningum LÍV ásamt reiknivél.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.