föstudagurinn 24. nóvember 2017

Veiðikortið 2018

Veiðikortið 2018 er komið út. Hefð er fyrir því að kortið komi út fyrir jólin svo að hægt sé að lauma því í jólapakkana.

Veiðikortið er frábær valkostur sem hvetur til útivistar í náttúru Íslands. Korthafar geta veitt nánast ótakmarkað á 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið auk þess sem börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgt korthafa.

Félögum í VerkVest býðst að kaupa kortið á orlofsvef félagsins. Pantanir fara beint til Veiðikortsins sem sér um að senda félagsmanninum kortið án aukakostnaðar.

Verð til félagsmanna er 6.300 kr.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.