Hús 30 í Svignaskarð
Hús 30 í Svignaskarð

 

Í ár eins og undanfarin ár býðst félagsmönnum Verk Vest sem dvelja í Svignaskarði að kaupa veiðileyfi í neðsta veiðisvæði Norðurár. Veiðitímabilið frá 7. júní til 14. september.

Forgangur til þeirra félagsmanna sem hafa fengið úthlutað húsi í sumar er til 1. júní.

Opið verður fyrir almennar pantanir eftir það. Leigjendur á hverjum tíma geta kannað með laus leyfi í þjónustumiðstöð eða síma 893-1767.

Laus leyfi eru seld á staðnum og greitt fyrir jafnóðum.

Veiðileyfi eru seld í þjónustumiðstöð Svignaskarði, 893-1767 frá kl 8:00 til 16:00 og allar uppýsingar um laus leyfi veittar þar.

Til að panta þarf að:

  • Hringja í gsm. 893-1767 – opið 08:00 til 16:00
  • Panta - Greiða og prenta út kvittun
  • Sýna kvittun hjá umsjónarmanni við komu

Verð fyrir hálfan dag er kr. 6.000.- og fyrir heilan dag kr. 10.000.-

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.