miðvikudagurinn 2. janúar 2019

Verðlaunahafar kjaramálakönnunar

Pawel tekur við vinningi hjá formanni Verk Vest
Pawel tekur við vinningi hjá formanni Verk Vest

Verk Vest í samstarfi við RHA, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri sendi félagsmönnum netkönnun vegna kjarasamningagerðar sem nú er í gangi. Könnuninni lauk þann 18. desember og þeir félagsmenn sem tóku þátt voru sjálfkrafa þáttakendur í happdrætti á vegum félagsins. Vinningshafar voru dregnir út fyrir jól og hafa þegar fengið vinninga afhenta. 

Aðalvinning, vikudvöl að eigin vali í húsi félagsins á Spáni, hlaut Pawel Kozlowski frá Ísafirði. 

Önnur verðlun, helgardvöl í orlofshúsi/íbúð Verk Vest að eigin vali, hlaut Gunnar Pétur Héðinsson Patreksfirði. 

3-5 verðlaun, 15.000 inneignarkort, hlutu Mariusz Franciszek Krawczyk, Ísafirði, Þorbergur Haraldsson, Bolungavík og Claudia Troost, Súðavík.

Verk Vest óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnun félagsins kærlega fyrir, skoðanir ykkar skipta félagið öllu máli.    

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.