Niðurstaða í kosningu um verkfallsboðun hjá verslunar-og skrifstofufólki á félagssvæði Verk Vest liggur fyrir og ljóst að stefnir í hörð verkfallsátök um næstu mánaðarmót verði ekki samið fyrir þann tíma. Alls voru 227 á kjörskrá og þátttaka í kosningunni var um 27% en afstaða þeirra sem tóku afstöðu var mjög skýr en 80% sögðu já með verkfallsaðgerðum en um 15% sögðu nei. Auðir seðlar voru 5%. Aðgerðir hjá verslunar- og skristofufólki á félagssvæði Verk Vest hefst því 31. maí.

31. maí og 1. júní

Starfsmenn í flugafgreiðslu - frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní

2. júní og 3. júní

Starfsmenn skipafélaga og matvöruverslana - frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní

4. júní og 5. júní

Starfsmenn olíufélaga - frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní

Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 þann 6. júní 2015

Rétt er að minna á verkfall þeirra sem starfa samkvæmt aðalkjarasamnings og ferðaþjónustusamnings á félagssvæðinu. Tímabundið 2ja sólahringa allsherjarverkfall hefst kl.00:00 þann 28. maí til kl. 24:00 29. maí. ótímabundið allsherjarverkfall hjá þessum hópi hefst síðan kl.00:00 þann 6. júní.

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.