fimmtudagurinn 29. nóvember 2007

Ekki ætlunin að gefa afslátt af kröfunum!

Krafan gæti ekki verið skýrari !
Krafan gæti ekki verið skýrari !
Starfsgreinasamband Íslands hefur lagt fram kröfur aðildarfélaganna til Samtaka atvinnulífsins varðandi komandi kjarasamninga. Þetta eru ekki bólgnar kröfur eins og verkalýðshreyfingin hefur oft verið sökuð um heldur til þess gerðar að laga stöðu þeirra sem eru á lægstu töxtunum án þess að skapa þjóðhagslegan óstöðugleika.
Meira

þriðjudagurinn 27. nóvember 2007

Góður gangur í fiskvinnslu á Patreksfirði

Hús félagsins á Patreksfirði
Hús félagsins á Patreksfirði
1 af 2

Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga var í vinnustaðaheimsóknum á Patreksfirði í gær. Þrátt fyrir slæmt veður og blauta heiðarvegi tók ferðin ekki nema tvo og hálfan tíma, aðra leiðina. Þetta ferðalag færði enn og aftur heim sanninn um það slæma ástand sem við Vestfirðingar þurfum að búa við í samgöngumálum í fjórðungnum yfir vetrarmánuðina.


Meira

mánudagurinn 12. nóvember 2007

Verkalýðsforingi kvaddur

Pétur Sigurðsson segir sögu úr baráttunni
Pétur Sigurðsson segir sögu úr baráttunni
1 af 4

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga ásamt samstarfsfólki kvaddi Pétur Sigurðsson í samsæti honum til heiðurs á Hótel Ísafirði. Sagðar voru sögur af kappanum bæði gamlar og nýjar, þá var hann leystur út með gjöfum frá félaginu fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf fyrir launþega á Vestfjörðum.


Meira

miðvikudagurinn 7. nóvember 2007

Veggspjald Verk-Vest á fimm tungumálum

Eygló Jónsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson með plakatið
Eygló Jónsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson með plakatið
Á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga er mjög fjölþjóðlegt umhverfi hvað félagsmenn varðar. Því miður er ekki eingöngu hægt að notast við móðurmál okkar íslenskuna heldur verður líka að vera hægt að koma upplýsingum á framfæri á öðrum tungumálum.
Meira

Á formannafundi aðildarfélaga á landsbyggðinni í síðustu viku kom fram sá samhljómur sem hefur verið að magnast meðal landsbyggðarfélaganna, að okkar félagar hafa ekki notið þessa margumtalaða launaskriðs sem sífellt er verið telja landsmönnum trú um að sé í gangi allstaðar á vinnumarkaði.
Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.