mánudagurinn 6. september 2021

Opnum kl.11.00 í dag.

Vegna námskeiðs hjá starfsfólki félagsins opna skrifstofur okkar kl.11.00 í dag mánudag 6. september. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem kunna að fylgja lokuninni.


Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki. Í vor lögðum við línurnar um stóru málin; afkomuöryggi, húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál og jöfnuð og það er ánægjulegt að sjá okkar málflutning vera ofarlega á baugi í lýðræðisumræðunni. Í kjölfarið höfum við átt opið samtal við formenn eða fulltrúa allra flokka sem mælast inni á þingi, nú um mundir má hlusta á hlaðvarpsþætti um hvern málaflokk í hlaðvarpi ASÍ og á fimmtudag í næstu viku þann 9. september kl. 11 eru allir formennirnir boðaðir í pallborðsumræðu sem verður í opinni dagskrá á netinu. Við hvetjum launafólk og almenning allan til að fylgjast vel með og ekki síst nýta atkvæðisréttinn sinn í komandi kosningum.

Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er staðreynd og litar stöðu kynjanna í okkar samfélagi. Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttarfélaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi og einelti. Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðarmenn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá. ASÍ mun á næstunni auka fræðslu og þekkingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú er gert. Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauðsynleg er, bæði til að sinna sínu hlutverki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar.

Góða helgi,

Drífa


þriðjudagurinn 24. ágúst 2021

Réttur til launa í sóttkví

Vissir þú að að atvinnurekanda ber að greiða laun til starfsmanna sem fara í sóttkví samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda? Ef ekki hvetjum við þig til að kynna þér málin á vef ASÍ.


fimmtudagurinn 19. ágúst 2021

Verkvest – Kurs dla mezow zaufania czesc 5

Informacja

Data : 20.09.2021 – 21.09.2021

Godziny: 9.00-16.00

Miejsce: Heydalur

Opis:

Uczniowie zapoznaja sie z czynnikami, ktore maja najwiekszy wplyw na nasza pewnosc siebie.

Jak mozemy ja wzmocnic i zdawac sobie sprawe z czynnikow ktore ja zmniejszaja.

Uczniowie zapoznaja sie z metodami obserwacji  gdy musza wziasc udzial m.in. na spotkaniu pracownikow lus spotkaniu firmowym.

Jak zdobywac publicznosc.

Zapisy tutaj


þriðjudagurinn 17. ágúst 2021

Laust í Flókalundi!

Nokkur hús í Flókalundi eru laus til bókunar í september og minnt er á að hægt að bóka helgarleigur í Flókalundi til lokunar orlofsbyggðarinnar sem er 14. september. Hægt er að skoða laus tímabil á orlofsvef félagsins. 

Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær!


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.