Fyrstu skrefin - láttu ekki plata þig!

Ungt fólk sem er að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði skortir oftast þekkingu á réttindum og skyldum sem fylgja vinnunni og reynslan hefur sýnt að býsna oft fá byrjendur á vinnumarkaðnum ekki það sem þeim ber fyrir vinnuna. Yfirleitt stafar það af vanþekkingu atvinnurekenda og launamanna á kjarasamningum og vinnulöggjöf, en því miður eru þess líka dæmi, þó fá séu, að atvinnurekendur reyna að hagnast á reynsluleysi unga fólksins. Það er slæmt, því það er afar mikilvægt upp á framtíðina að gera að fyrstu kynni launafólks af vinnumarkaðnum séu á jákvæðum nótum og komið sé heiðarlega fram við það.

Með þetta í huga hefur verkalýðshreyfingin sett á laggirnar vefinn asiung.is þar sem finna má góð ráð og margvíslega fræðslu fyrir ungt fólk á vinnumarkaði.


Þú kemst á vefinn með því að smella hér.

Þú getur líka snúið þér til félagsins og leitað eftir upplýsingum og aðstoð. Skrifstofan er á Pólgötu 2, Ísafirði og síminn er 456 3190. Öll mál eru meðhöndluð í trúnaði og félagið gerir ekkert í þínum málum án þíns leyfis.


Umfram allt: Láttu ekki plata þig!

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.