fimmtudagurinn 17. júlí 2008

Lífstílskreppa og skyndilausnir !

Jafnvirði 10 ára á lágmarkstaxta !
Jafnvirði 10 ára á lágmarkstaxta !
Því hefur verið fleygt að umrædd kreppa sem hefur verið mest í umræðunni síðustu misseri sé höfuðborgarkreppa. Þar hafi þenslan orðið mest og nú sé komið að skuldadögum og kreppi að bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

fimmtudagurinn 8. maí 2008

1. maí ávarp á Suðureyri

En hvar á launamaðurinn málsvara?  Kemur ríkið til bjargar  Jóni og Gunnu sem missa húsið sitt í óðaverðbólgu þar sem launin duga ekki til framfærslu eða kemur ríkið bara til hjálpar þeim sem rakað hafa saman gróða á kostnað almennings og lenda í ógöngum  sökum ábyrgðarleysis í fjárfestingum og lántökum erlendis í svokallaðri útrás . 

Í febrúar sl. voru gerðir kjarasamningar við launafólk á almenna vinnumarkaðnum í þeim var gert sérstakt átak  til að hækka lægstu launin og er nú dagvinnutryggingin

145 þúsund krónur sem ekki er hægt að hrópa húrra fyrir þó hænuskref hafi náðst í rétta átt. Þessi launahækkun er nú horfin í verðhækkunum undanfarið og búast má við átökum á vinnumarkaði ef fram heldur sem horfir.


Meira

föstudagurinn 2. maí 2008

Hátíðarræða 1. maí 2008

Lúðrasveitin á baráttudegi launþega
Lúðrasveitin á baráttudegi launþega

Allt tal um Evru væðingu og inngöngu í evrópubandalagið þarfnast enn frekari athugana við.  Við núverandi aðstæður og undanfarið þensluskeið hefðu vextir Evru svæðisins virkað sem enn frekari olía á núverandi verðbólgubál frekar en koma okkur til bjargar.  Og hverjir færu verst út úr því? - Jú það væru launþegar sem borguðu brúsann  að vanda. 


Meira

Eiga betra skilið!
Eiga betra skilið!
Það var skilningur okkar sem stóðum að gerð og undirritun kjarasamninga fyrir hönd launþega að hinn margumtalaði ríkisstjórnarpakki myndi skila öldruðum og öryrkjum sömu lágmarkshækkun og var ákveðin á taxtalaun.
Meira

Treystum þeirra störf
Treystum þeirra störf
1 af 2
Það á ekki að taka því af neinni léttúð að fiskvinnslur skuli boða lokanir og uppsagnir í stórum stíl vegna skerðingar á þorskkvóta. Málið er ekki svo einfalt að það sé hægt að skella allri skuldinni á aflaskerðinguna.
Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.