Það er blika á lofti í atvinnumálum. Eins og við er að búast fækkar störfum í mannvirkjagerð á næstunni. Líklegur samdráttur einkaneyslu mun einnig leiða til minni umsvifa í ýmsum greinum. Bæði Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið spá nú umtalsverðri aukningu atvinnuleysis á næstu tveimur árum. Við þetta bætast áhyggjur vegna slæmrar stöðu sjávarútvegs.


Meira

þriðjudagurinn 19. júní 2007

Fögnum breyttu hugarfari

Fyrr í vor hélt Vestfjarðarnefnd um atvinnumál á Vestfjörðum kynningarfund um störf sín þá s.l. 2 mánuði sem hún hafði starfað. Ekki fanst mér þá að félagsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga fengju undir sig vænt hross til reiðar inn í framtíðina. Nokkuð bar á orðum um breytt hugarfar, bæði af hálfu hins opinbera og líka af hálfu okkar íbúa á Vestfjörðum.
Meira

Það var ekki annað að heyra á orðum nefndarmanna að á félagssvæði Verk - Vest eigi að fylla upp í þau störf sem þegar hafa tapast, jafnt frá grunnatvinnuvegunum sem öðrum, með opinberum störfum.  Mjög er rætt um að koma þurfi til viðhorfsbreytinga sem skýtur þó skökku við, þar sem ekki á að hefja vinnuna við tilfærslu starfa á Vestfjörðum heldur á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.