fimmtudagurinn 28. apríl 2011

FÉLAGSFUNDUR 5.MAÍ KL.20.00

Félagsfundur verður haldinn í húsnæði félagsins fimmtudaginn 5.maí kl.20.00.

Dagskrá.

1.    Kosning fulltrúa til setu á aðalfundi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 

2.    Breytingar í stjórn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

3.    Kjarasamningar - staða

4.    Aðalfundur Verk Vest

5.    Önnur mál


Stjórn Verk Vest


mánudagurinn 4. apríl 2011

Listi stjórnar og trúnaðarráðs

Hér má finna lista stjórnar og trúnaðarráðs vegna stjórnarkjörs fyrir starfsárin 2011 - 2013.

föstudagurinn 18. febrúar 2011

TRÚNAÐARMANNANÁMSKEIÐ 9. - 11.mars

Ýmsar þrautir þarf að leysa á námskeiðunum
Ýmsar þrautir þarf að leysa á námskeiðunum
Verkalýðsfélag Vestfirðinga stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiði dagana 9. - 11. mars næst komandi. Námskeiðið er í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu. Trúnaðarmenn eru hvattir til að taka dagana frá.

fimmtudagurinn 2. desember 2010

DESEMBERUPPBÓT 2010

Verkafólk  46.800
Iðnaðarmenn  46.800
Starfsmenn ríkisstofnana*  46.800
Starfsmenn sveitarfélaga  72.399
Verslunar- og skrifstofufólk  53.100
Þörungaverksmiðjan á Reykhólum  77.963
* Skv. sérákvæði með kjarasamningi hafa þeir starfsmenn heilbrigðisstofnana sem voru við störf 1. apríl 2004 kr. 61.876 í desemberuppbót.

 


föstudagurinn 5. nóvember 2010

Skrifstofustjóri óskast

Skrifstofa stéttarfélaganna á Ísafirði óskar eftir að ráða skrifstofustjóra, viðkomandi  þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skrifstofustjóri sér um daglegan rekstur skrifstofu, launaútreikning og önnur tilfallandi störf ásamt aðstoð við félagsmenn Verk Vest og Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði.

Meira

þriðjudagurinn 21. september 2010

KJARAMÁLAKÖNNUN 2010

Kjarasamningar eru lausir frá og með 1.desember næstkomandi. Félagar í Verk Vest eru hvattir til að taka þátt í kjaramálakönnun vegna kjarasamningsgerðar. Hægt er að vinnan könnunina hérna á vefnum og senda rafrænt til félagsins. Þá má líka prenta könnunina út og senda til félagsins í pósti. Nauðsynlegt er að könnunin verði skilað til félagsins fyrir 30.september næstkomandi.

miðvikudagurinn 28. apríl 2010

ORLOF 2010

ORLOFSUPPBÓT 2010

 

Hjá verkafólki - kr. 25.800

Hjá verslunar og skrifstofufólki - kr. 19.500

Starfsmenn sveitarfélaga - kr. 25.800

Hjá iðnaðarmönnum - kr. 25.800

Iðnnemar fá nú sömu orlofs- og
desemberuppbót og aðrir.


Meira

föstudagurinn 29. janúar 2010

Stjórn og Trúnaðarráð - fundur !

Frá fundi stjórnar og trúnaðarráðs
Frá fundi stjórnar og trúnaðarráðs
Boðað er til fundar hjá stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Vestfirðinga þriðjudaginn 2. febrúar nk.  Fundurinn verður haldin í fundarsal félagsins að Pólgötu 2 á Ísafirði og hefst kl 20:00.

Megin þungi fundarins verður á undirbúning fyrir kjarasamninga, sem allflestir verða lausir nú síðar á þessu ári.

Dagskrá.

1. Kjarasamningar 2010

  • Samninganefnd
  • Undirbúningur kröfugerðar

2. Kynning á viðhorfskönnun Verk Vest

3. Virk - starfsendurhæfing til framtíðar

4. Önnur mál


föstudagurinn 15. janúar 2010

TILBOÐ ÓSKAST

Pólgata 2
Pólgata 2

Tilboð í útanhúsviðgerðir og málun.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar eftir tilboðum í utanhúsviðgerðir á húsi félagsins Pólgötu 2 á Ísafirði. Í tilboðinu skal eftirfarandi vera innifalið:  múrviðgerðir á útveggjum, endurnýjun á þakrennum og niðurföllum, gler endurnýjað þar sem þörf er á ásamt glerlistum þá skal skipt um alla undirlista. Opnanleg fög, þéttikantar, lamir o.þ.h. verði yfirfarið og endurnýjað. Allir veggfletir ásamt, gluggum og öðrum timburflötum verði málaðir. Þá verði útidyrahurð endurnýjuð ásamt því  að aðgengi fyrir fatlaða verði lagfært.  Allir efnisþættir skulu einnig vera innifaldir í tilboðinu. Stutt yfirlit um framkvæmdir má sjá hér, en nánari upplýsingar um verkþætti er hægt að fá hjá skrifstofu félagsins. Framkvæmdum skal vera lokið eigi síðar en 1.ágúst 2010.


mánudagurinn 14. desember 2009

DAGBÓKIN 2010

Dagbókin 2010 er komin, félagsmenn geta nálgast hana á skrifstofu félagsins. Fyrir þá félagsmenn sem eru lengra í burtu þá hefur deildarformönnum verið falið að koma dagbókinni inn á vinnustaði á viðkomandi svæði. Einnig er hægt að vera í sambandi og fá bókina senda.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.