fimmtudagurinn 5. nóvember 2009

Reiknivél

Reiknivél vegna launaþróunartryggingar 1. nóv. 2009 er hér.

miðvikudagurinn 7. október 2009

Námskeið Verk-Vest í Reykjanesi

Minnum á námskeið um starf og stefnu félagsins 16. og 17. okt. í Reykjanesi. Nánari upplýsingar í auglýsingu hér.

fimmtudagurinn 13. ágúst 2009

Laust í Flókalundi 14. - 21. ágúst

Hús nr. 13 í Flókalundi var að losna vikuna 14. - 21. ágúst vegna forfalla. Nú er um að gera að vera fljótur til. Fyrstir koma - fyrstir fá!
HÚSIÐ ER LEIGT.

þriðjudagurinn 21. júlí 2009

Laust á Illugastöðum!

Vikan 24. til 31. júlí var að losna á Illugastöðum vegna forfalla. Fyrstir koma, fyrstir fá.

mánudagurinn 6. júlí 2009

Laust í Flókalundi 10-17.júlí - LEIGÐUR

Var að losna vegna forfalla. Nú er um að gera að bregðast fljótt við.
Viðbrögðin stóðu ekki á sér - bústaðurinn hefur verið leigður


Úthlutunum fyrir sumarið er lokið og nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Sjá nánar hér.


miðvikudagurinn 3. júní 2009

Munið ferðina um Ísafjarðardjúp

Við minnum á að frestur til að tilkynna þátttöku í ferð um Ísafjarðardjúp 13. júní er til 6. júní. Nú eru aðeins 2 dagar til stefnu.
Sjá:
Auglýsing um ferðina.
Frétt hér á vefnum.

fimmtudagurinn 7. maí 2009

Orlof og orlofsuppbót 2009

Gott að láta sig dreyma !
Gott að láta sig dreyma !

 

Lágmarksorlof skal vera 24 virkir dagar, eða 2 dagar fyrir hvern unnin mánuð.

Orlofstímabilið er frá 2.maí til 15. september og skal veitt í einu lagi samkvæmt 4. gr. orlofslaganna.
 Lágmarksorlofslaun skulu vera 10,17% af öllum launum.

 

Verkafólk.

Eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein:

25 dagar - 10,64% orlofslaun.

Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki:

29 dagar - 12,55% orlofslaun.

 

Verslunar- og skrifstofufólk.

Eftir 5 ára starf í sömu starfsgrein:

25 dagar - 10,64% orlofslaun.

Eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki:

27 dagar - 11,59% orlofslaun.

Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki:

30 dagar - 13,04% orlofslaun.

 

Byggingarmenn.

Eftir 5 ára starf í sömu starfsgrein:

28 dagar - 12,07% orlofslaun.

Eftir 5 ára starf hjá sama fyrirtæki:

29 dagar - 12,55% orlofslaun.

Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki:

30 dagar - 13,04% orlofslaun.

 

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfa hjá sama vinnuveitanda,
öðlast hann að nýju eftir þriggja ára starf hjá nýjum vinnuveitanda.

 

ORLOFSUPPBÓT 2009

Hjá verkafólki og ófaglærðir á ríkisstofnunum- kr. 25.200

Hjá verslunar og skrifstofufólki - kr. 19.000

Starfsmenn sveitarfélaga - kr. 25.200

Starfsmenn ríkisstofnana - kr. 25.200

Hjá iðnaðarmönnum - kr. 25.200

Iðnnemar fá sömu orlofs- og desemberuppbót og aðrir.

 

 


miðvikudagurinn 6. maí 2009

Sumaropnunartími skrifstofu stéttarfélaganna

Minnum á að sumaropnunartími skrifstofu hefur nú tekið gildi. Skrifstofan er nú opin frá kl.08:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00. Þessi opnunartími gildir til 31. ágúst.

mánudagurinn 23. mars 2009

Námskeiði í Reykjanesi frestað !

Fyrirhuguðu námskeiði í Reykjanesi hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.