mánudagurinn 7. maí 2007

Ályktun aðalfundar 2007 um atvinnumál


"Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, haldinn á Ísafirði 5. maí 2007, fagnar allri umræðu um atvinnumál, en hvetur jafnframt til opinnar og beinskeyttrar umræðu um fjölgun atvinnutækifæra sem fela í sér betur launuð störf á félagssvæði Verk-Vest. Fagna ber þeirri umræðu sem þegar er í gangi, en ljóst er að sú umræða er því miður lituð af komandi kosningum.


Með tilfærslu og sölu aflaheimilda eru veiðar og vinnsla sjávarafla ekki sú stóriðja sem áður bar uppi byggðir Vestfjarða og ljóst er að bregðast þarf við af fullum þunga til bjargar.
Fundurinn fagnar þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í atvinnulífi Bílddælinga og er það von okkar að framhald verði á þesskonar uppbyggingu á félagssvæði Verk-Vest.

Jafnframt krefst fundurinn þess að strax verði staðið við gefin loforð um flutning starfa á vegum opinberra stofnana til Vestfjarða.
Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga skorar því á Þing- og sveitarstjórnarmenn Vestfirðinga að beita sér fyrir tafarlausum úrbótum í atvinnumálum, svo byggðunum blæði ekki endanlega út."

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.