Frá aðalfundi 2008
Frá aðalfundi 2008

Ályktun.

"Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga beinir þeim orðum til Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingarmálaráðherra, að hún standi sérstakan vörð um almenn útlán Íbúðalánasjóðs þannig að sjóðurinn verði áfram eitt heildstætt lánakerfi fyrir alla landsmenn."

 

Greinagerð.

Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna hjá ríkisstjórninni að boða óljósar og ótímasettar breytingar á Íbúðalanasjóði eins og staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er um þessar mundir.  Öll óvissa í þeim efnum er einungis fallin til að skapa ótta og villa um fyrir íbúðarkaupendum, sem mega eiga von á hækkun vaxta almennra íbúðalána komi til afnám ríkisábyrgðar á almenn útlán sjóðsins. 

 

Íbúðalánsjóður hefur staðið af sér fyrri atlögur banka og sparisjóða, sem geystust inn á íbúðalánamarkaðinn með gylliboðum um endurfjármögnun og hærra lánshlutfall til íbúðakaupenda. Þeir íbúðakaupendur sem tóku lán hjá bönkum og sparisjóðum standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að vextir lánanna verði hækkaðir umtalsvert.  Sú aðför að skipulagi og útlánum íbúðalánasjóðs sem nú er verið að gera kemur til með að bitna harðast á íbúðakaupendum á landbyggðinni.

 

 

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Ísafirði 24. maí 2008

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.