miðvikudagurinn 13. mars 2013

Ályktun stjórnar Verk Vest um strandsiglingar

Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd: BB.IS
Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd: BB.IS

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti eftirfarandi ályktun á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. 

"Stjórn Verk Vest fagnar þeirri ákvörðun stóru skipafélaganna  að hefja strandsiglingar nú um miðjan mars frá Vestfjörðum beint til meiginlands Evrópu. Þar með eru norðanverðir Vestfirðir komnir með útfluttningshöfn að nýju en brýnt er að koma Vesturbyggð í tengingu við strandsiglingakerfið sem fyrst.  Strandfluttningar koma til með að styrkja og efla atvinnulíf á svæðinu og má gera ráð fyrir að afkoma framleiðslufyrirtækja muni aukast verulega með tilkomu strandsiglinga og lækkuðum flutningskostnaði. Slíkt ætti að hafa gríðarlegar breytingar í för með sér fyrir alla framleiðslu á svæðinu sem mun styðja við betra atvinnustig á Vestfjörðum.
Segja má að loksins sé eitt af stóru málum ráðstefnunnar „Afl í auðlindum Vestfjarða" að koma fram.  En að lokinni ráðstefnunni skipaði innanríkisráðherra starfshóp til að vinna að tillögum um strandsiglingar. "

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.