miðvikudagurinn 11. febrúar 2009

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs 27. janúar

"Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga hvetur til víðtæks samráðs og samstöðu meðal launþega og forustumanna samtaka þeirra. Tökum ekki þátt í pólitísku valdapoti þar sem hagsmunir einstaklingsins verða fótum troðnir í þeim glundroða og óeiningu sem nú ríkir á hinu pólitíska skákborði.

 

Samningsaðilar launþega eru hvattir til að hlusta á áherslur hins almenna félagsmanns og hafa þær að leiðarljósi. Verum þess minnug að vilji félagsmanna eru lýðræðisleg vinnubrögð og gagnvirkar upplýsingar, ekki miðstýrð ákvarðanataka fárra einstaklinga án samráðs við grasrótina.

 

Höfum samstöðu og einingu að leiðarljósi. Látum hræðsluáróður vinnuveitanda ekki villa okkur sýn. Ákvörðun um frestun kjarasamninga verður eingöngu tekin af félagsmönnunum sjálfum en ekki fámennum hópi.  Það er hin lýðræðislega aðferð, forræðishyggja og miðstýring verður að víkja.

 

Stöndum vörð um réttindi félagsmanna ásamt því að verja gildandi kjarasamninga. Launþegar hafa þegar lagt sitt lóð á vogaskálarnar til þess að svo megi verða."

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.