laugardagurinn 6. október 2012

''Óviðunandi staða''

Á stjórnarfundi Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem var haldinn á Patreksfirði fyrr í dag var samykkt eftirfarandi ályktun vegna skertrar póstþjónustu á Vestfjörðum. Umfjöllun um þessi mál var á stjórnarfundi félagsins í ljósi tilkynningar Íslandspósts um lokun afgreiðslustöðva á B íldudal og Flateyri.

"Stjórn verkalýðsfélags Vestfirðinga harmar þá ákvörðun Íslandspóst að loka póstafgreiðslum á Bíldudal og Flateyri.  Slík ákvörðun hafi ekki eingöngu áhrif á þjónustu við íbúa, heldur skerði ennfrekar möguleika fyrirtækja á Flateyri og Bíldudal til að nýta póstsamgöngur í eigin atvinnurekstri. Þá skal einnig bent á það ófremdarástand sem ríkir í póstsamgöngum innan Vestfjarða.  Í dag getur tekið allt að viku að senda bréf eða pakka með pósti t.d. milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar, enda er allur póstur á Vestfjörðum nú flokkaður í Reykjavík.

Í dag búa Vestfirðingar við verri póstsamgöngur en var á tímum landpóstanna umaldamótinn1900, en þá var póstur að minnsta kosti flokkaður í heimabyggð. Verkalýðsfélag Vestfirðinga krefst þess að Innanríkisráðherra bregðist við þessari óheilla þróun og krefji Íslandspóst um skýringar, sérstaklega í ljósi þess að póstburðargjöld hafa hækkað um tugi prósenta á mjög skömmum tíma. Það er krafa Vestfirðinga að póstsamgöngur innan fjórðungs verði komið í betra horf enda eru góðar póstsamgöngur ein af undirstöðum hvers samfélags."

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.