miðvikudagurinn 2. desember 2009

Stjórn Verk Vest ályktar um aukningu aflaheimilda

Úr vinnslusal Odda á Patreksfirði
Úr vinnslusal Odda á Patreksfirði

"Gera má ráð fyrir að veiðar og vinnsla sjávarafurða muni áfram skila Íslendingum hvað mestum verðamætum í þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Niðurskurðurinn sem þegar hefur verið ákveðinn mun bitna harðast á atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna og eru merki þess þegar farin að gera vart við sig. En ljóst má vera að við óbreytt ástand munu fiskvinnslur í auknum mæli grípa til þess ráðs að loka í enn lengri tíma en áður hefur tíðkast. Það mun leiða til enn frekara óöryggis hjá fiskverkafólki og sjómönnum sem um þessar mundir skapa þjóðarbúinu hvað mest verðmæti.

Stjórnvöldum ber skylda til að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Ein af leiðunum til þess að svo verði ekki er að auka aflaheimildir, sem og takmarka útfluttning af óunnum afla.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga skorar því á Alþingismenn að ganga fram af festu og auka aflaheimildir nú þegar. "

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.