Oddi Patreksfirði
Oddi Patreksfirði

Í kjölfar þeirrar umræðu og þess atvinnuóöryggis sem hefur verið að skapast hjá fiskverkafólki og sjómönnum vegna þrenginga í atvinnugreinum þeirra, sér stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga sér ekki annað fært en senda frá sér eftirfarandi stjónarsamþykkt.

" Það skýtur skökku við, þegar lokanir og uppsagnir fiskverkafólks vegna niðurskurðar á þorkskkvóta dynja yfir, þá skuli útfluttningur á óunnum sjávarafurðum aukast. Fyrstu fjóra mánuði nýs kvótaárs jókst útfluttningur á óunninni ýsu um 32% borið saman við sama tíma 2006. Þá hefur útfluttningur á óunnum þorski aukist um 13% fyrir sama tímabil. Þetta er í hrópandi ósamræmi við það að boðaðar lokanir og uppsagnir séu vegna niðurskurðar kvóta og hráefnisskorts.

Það er skýlaus krafa að stjórnvöld beiti sér fyrir breytingum á útfluttningsreglum óunninns sjáfarafla. Algjört afnám kvótaálags ofan í boðaðann niðurskurð á þorskkvóta var mikið ógæfuspor sem þarf að leiðrétta.

Stjórnvöld bera fulla ábyrgð á fiskveiðistjórnunarkerfinu og þeim afleiðingum sem það er að valda sjávarbyggðum í landinu. Vegna þessa ber stjórnvöldum skylda til að bregðast strax við með skjótvirkum aðgerðum sem stuðla að auknu atvinnuöryggi hjá sjómönnum og fiskverkafólki á Íslandi"

Samþykkt samhljóða á stjórnarfundi Verkalýðsfélags Vestfirðinga

mánudaginn 3. mars 2008.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.