miðvikudagurinn 13. mars 2013

Ályktun stjórnar Verk Vest um strandsiglingar

Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd: BB.IS
Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd: BB.IS

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti eftirfarandi ályktun á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi. 

"Stjórn Verk Vest fagnar þeirri ákvörðun stóru skipafélaganna  að hefja strandsiglingar nú um miðjan mars frá Vestfjörðum beint til meiginlands Evrópu. Þar með eru norðanverðir Vestfirðir komnir með útfluttningshöfn að nýju en brýnt er að koma Vesturbyggð í tengingu við strandsiglingakerfið sem fyrst.  Strandfluttningar koma til með að styrkja og efla atvinnulíf á svæðinu og má gera ráð fyrir að afkoma framleiðslufyrirtækja muni aukast verulega með tilkomu strandsiglinga og lækkuðum flutningskostnaði. Slíkt ætti að hafa gríðarlegar breytingar í för með sér fyrir alla framleiðslu á svæðinu sem mun styðja við betra atvinnustig á Vestfjörðum.
Segja má að loksins sé eitt af stóru málum ráðstefnunnar „Afl í auðlindum Vestfjarða" að koma fram.  En að lokinni ráðstefnunni skipaði innanríkisráðherra starfshóp til að vinna að tillögum um strandsiglingar. "


Þær eru ófáar krónurnar sem svarta hagkerfið á Íslandi veltir !
Þær eru ófáar krónurnar sem svarta hagkerfið á Íslandi veltir !

Verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins hafa ásamt skattayfirvöldum unnið að því undanfarin misseri að tryggja að svört atvinnustarfsemi yrði tekin fastari tökum. Eins og staðan er í dag skortir þessa aðila verkfæri svo hægt verði að taka á vandanum með markvissum hætti. Á meðan slík verkfæri skortir blómstrar svört atvinnustarfsemi sem aldrei fyrr, slíkt skekkir samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem fara að settum reglum á vinnumarkaði. Stjórn Verk Vest hefur bent á að slíkt ástand sé með öllu ólíðandi enda bitnar slíkt einnig á félagslegum kjörum starfsmanna. Í kjölfar umræðu um svarta atvinnu á stjórnarfundi félagsins var eftirfarandi ályktun samþykkt.


Meira

laugardagurinn 6. október 2012

''Óviðunandi staða''

Á stjórnarfundi Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem var haldinn á Patreksfirði fyrr í dag var samykkt eftirfarandi ályktun vegna skertrar póstþjónustu á Vestfjörðum. Umfjöllun um þessi mál var á stjórnarfundi félagsins í ljósi tilkynningar Íslandspósts um lokun afgreiðslustöðva á B íldudal og Flateyri. 


Meira

þriðjudagurinn 8. maí 2012

Gullkálfsdansinn hjá stjórn Framtakssjóðs

Stjórn Framtakssjóðs. Mynd: framtakssjóður.is
Stjórn Framtakssjóðs. Mynd: framtakssjóður.is

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga stóð fyrir almennu félagsfundi þar sem fulltrúar á ársfund Lífeyrissjóðs Vestfirðinga voru kjörnir. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um stöðu lífeyrissjóðanna í landinu og sérstaklega Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Í því samhengi var rædd aðkoma Lífeyrissjóðsins að Framtakssjóði Íslands og voru fundarmenn á þeirri skoðun að með breytingum á stjórn og óheyrilegri hækkun launa stjórnarmanna hefði siðferði sjóðsins dalað umtalsvert. Samþykkti fundurinn einróma að senda frá sér eftirfarandi ályktun.

"Félagsfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga haldinn þriðjudaginn 8. maí 2012, krefst þess að stjórn Framtakssjóðs Íslands sjái sóma sinn í því að draga til baka óheyrilegar hækkanir launa til stjórnarmanna sjóðsins. Þessar launahækkanir eru úr öllum takti við þær launahækkanir sem launþegar hafa fengið í gegnum almenna kjarasamninga. Með þessari rakalausu óhæfu er stjórn sjóðsins að hefja sama dansinn kringum gullkálfinn og kom landinu á kaldan klaka árið 2008."


fimmtudagurinn 12. janúar 2012

Kjarasamningum verði ekki sagt upp !

Mikill hiti var í fundarmönnum út af skattlagningu sérignarsparnaðar
Mikill hiti var í fundarmönnum út af skattlagningu sérignarsparnaðar
1 af 2

Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest kom saman til fundar í gær og var vel mætt. Helstu dagskrárefni fundarins voru endurskoðun kjarasamninga ásamt skattlagningu viðbótarlífeyrissparnaðar. All heitar umræður urðu um þann farveg sem samningamál stéttarfélaga inna ASÍ eru komin í. Var það mál fundarmanna að sú breyting sem orðið hefur með tilkomu forsendunefndar ASÍ, sem fest hefur verið í sessi, að ákvörðunartaka um framhald viðræðna sé á höndum örfárra einstaklinga en ekki samninganefnda aðildarfélaganna. Það verði síðan verkefni samninganefndanna að taka við keflinu ef forsendunefnd metur stöðuna þannig að segja verði samningum upp.


Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.