Finnbogi afhendir Karitas þakklætisvott frá stjórn félagsins fyrir samstarfið gegnum tíðina
Finnbogi afhendir Karitas þakklætisvott frá stjórn félagsins fyrir samstarfið gegnum tíðina

Aðalfundur Verkalýðfélags Vestfirðinga var haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 21. maí. Segja má að veðrið hafi leikið nokkuð stórt hlutverk, og endurspeglaðist það í mætingu félagsmanna á aðalfundinn. En ófært var yfir á suðursvæði félagsins og leiðinda færð á Steingrímsfjarðarheiði, má í því  samhengi benda á að einn af stjórnarmönnum, sem kemur frá Reykhólum, hefur verið veðurteppur á Ísafirði síðan á fimmtudagskvöld þrátt fyrir að komið sé fram á sumar. Á fundinum var Karitas Pálsdóttir, fyrrum gjaldkeri félagsins, leyst út með góðum gjöfum en hún lét af störfum sem starfsmaður skrifstofu stéttarfélaganna um síðustu áramót. Karitas hefur einnig dregið sig til hlés í stjórn félagsins en mun áfram gegna trúnaðarstöfum fyrir stjórn sjúkrasjóðs félagsins. 


Meira

Á fjölmennum fundi stjórnar og trúnaðarráðs í gærkvöldi var farið yfir niðurstöður kjaramálráðstefnu félagsins og endanlegar kröfur félagsins samþykktar. Einnig var samþykkt að veita landssamböndum sem félagið er aðili að samningsumboð þó með ákveðnum skilyrðum. Á fundinum var einnig samþykkt að veita Fjölskylduhjálp Íslands aðstoð í formi peningagjafar, en nú ríður á að allir þeir sem geta veit aðstoð leggi sitt af mörkum. Þá voru einnig samþykktar tvær ályktanir, önnur varðandi niðurskurð til heilbrigðismála á Vestfjörðum þar er talað um Eyðibyggðastefnu stjórnvalda, hin ályktunin er um aukningu aflaheimilda sem bráðaaðgerð í atvinnumálum. 


Meira

Frá aðalfundi Verk Vest
Frá aðalfundi Verk Vest

Á aðalfundi Verk Vest sem var haldinn laugardaginn 8.maí sl. var starfsárið sem lauk með aðalfundi gert upp. Lögð var fram skýrsla stjórnar ásamt reikningum félagsins til afgreiðslu eins og lög félagsins segja til um,  og var hvorttveggja samþykkt að loknum umræðum. Skýrsluna og reikningana er hægt að nálgast hér á skrifstofu félagsins en stefnt er að því að hvorutveggja verði einnig aðgengilegt hér á síðunni. Þá var einngi samþykktar breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs, en þar var verið að rýmka réttindi til félagsmanna. Ein helsta nýbreytni í reglugerðinni er niðurgreiðsla á tannlækniskostnaði félagsmanna. 


 


Meira

Frá stjórnarfundi 13.apríl
Frá stjórnarfundi 13.apríl
1 af 2

Á stjórnarfundi Verk Vest sem haldin var í húsi félagsins í gærkvöldi voru til umræðu meðal annars þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar að hika ekki við að setja lög á vinnudeilur ef svo sýnist. Það á ekki að líðast að rétturinn til verkfallsboðunar sé tekinn af launafólki með lagasetningu undir þrýstingi atvinnurekenda. Fannst stjórnarmönnum nauðsynlegt að félagið sendi frá sér skýr skilaboð vegna þessa og var samþykkt að senda út eftirfarandi ályktun.

"Stjórn Verk Vest tekur undir með ályktun Aðalfundar Öldunnar stéttarfélags þar sem ákvörðum alþingis að grípa viðstöðulaust inn í kjaradeilur launafólks með lagasetningu á verkföll er harðlega mótmælt. 


Meira

föstudagurinn 8. janúar 2010

Stjórn Verk Vest ályktar um tekjuskattsbreytingar

Frá stjórnarfundi Verk Vest á Hólmavík
Frá stjórnarfundi Verk Vest á Hólmavík

Breytingar á lögum um tekjuskatt tóku gildi nú um áramót, má ljóst vera að þær munu ekki síður bitna á tekjulægri hópum í landinu. Þetta er sá hópur launafólks sem síðustu kjarasamningum var ætlað að vera og tóku þáverandi stjórnvöld þátt í þeirri vinnu með verkalýðshreyfingunni. Í tilefni af því samþykkti stjórn Verk Vest eftirfarandi ályktun.

"Verkalýðsfélag Vestfirðinga átelur stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki við gerða samninga er varðar persónuafslátt og skattalega meðferð lág- og millitekjufólks.  Ljóst má vera að nýtilkomnar breytingar á tekjuskatti munu bitna ekki síður á þessum hópi launþega en öðrum. Þetta er sá hópur launafólks sem kjarasamningunum 2008 var ætlað að verja, það skrifuðu þáverandi ráðherrar undir. 

Nú hefur samkomulagið við verkalýðshreyfinguna verið svikið með stjórnarfrumvarpi um tekjuskattsbreytingar sem tók gildi nú um áramót. Breytingarnar munu leiða til þess að skattbyrgði lág- og millitekjufólks fari sífellt hækkandi.  Með þessum hætti er ríkisstjórnin að ýta undir grófa mismunun á milli tekjuhópa sem og rjúfa þá sátt sem verkalýðshreyfingin hefur unnið að með stjórnvöldum allt frá árinu 2006
."


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.