Frá aðalfundi 2009
Frá aðalfundi 2009

Á nýafstöðunum aðalfundi félagsins var farið yfir stöðu og horfur í kjaramálum. Var í því samhengi sérstaklega horft til þeirra viðræðna sem nú fara fram um víðtæka sátt á vinnumarkaði og endurskoðun kjarasamninga sem var frestað í febrúar sl.  Fundurinn samþykkti að senda frá sér eftirfarandi ályktun.

"Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga  23. maí 2009 beinir þeim eindregnu tilmælum til forseta ASÍ að beita sér af fullum þunga fyrir því að kjör lágtekjufólks verði varin með öllum hugsanlegum ráðum í viðræðum um endurskoðun kjarasamninga sem fram fara um þessar mundir. 

Eigi árangur þess samkomulags sem nú er undir að verða stöðugleiki og sátt,  þá verða þeir sem hærri hafa tekjurnar að taka á sig stærri hluta byrðanna.  Það verður að hafa algjöran forgang að eyða þeim ójöfnuði sem ríkir í þjóðfélaginu í dag.  Höfum slagorð 1. maí að leiðarljósi og tökum öll þátt í að byggja réttlátt þjóðfélag."

 


laugardagurinn 23. maí 2009

Ályktun aðalfundar Verk Vest 2009

Aðalfundur Verk Vest 2009
Aðalfundur Verk Vest 2009

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga  23. maí 2009 beinir þeim eindregnu tilmælum til forseta ASÍ að beita sér af fullum þunga fyrir því að kjör lágtekjufólks verði varin með öllum hugsanlegum ráðum í viðræðum um endurskoðun kjarasamninga sem fram fara um þessar mundir.

 

Eigi árangur þess samkomulags sem nú er undir að verða stöðugleiki og sátt,  þá verða þeir sem hærri hafa tekjurnar að taka á sig stærri hluta byrðanna.  Það verður að hafa algjöran forgang að eyða þeim ójöfnuði sem ríkir í þjóðfélaginu í dag.  Höfum slagorð 1. maí að leiðarljósi og tökum öll þátt í að byggja réttlátt þjóðfélag.

Frá stjórnarfundi í Gamla skóla á Bíldudal.
Frá stjórnarfundi í Gamla skóla á Bíldudal.

"Stjórnarfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga haldinn á Bíldudal 16. maí 2009 tekur undir ályktun málþings "Sókn í eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða" frá 5. maí sl.  Engin sanngirni felst í því að þau landssvæði sem tóku á sig mikinn skell vegna ofþenslu síðustu ára þurfi að taka á sig enn frekari skell vegna þeirrar kreppu sem nú dynur á heimilum landsmanna. Fundurinn beinir þeim tilmælum til Alþingis að horfa sérstaklega til þeirra sóknarfæra sem felast í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni bæði í sjávarútvegi og landbúnaði.

 

Fundurinn krefst þess að stjórnvöld geri stórátak í jöfnun raforku- og flutningskostnaðar sem og standa við fyrri hugmyndir um flutning opinberra starfa til landsbyggðarinnar.  Þá verði átak í samgöngumálum Vestfirðinga sett í algjöran forgang, þannig að heilsárstenging suður- og norðursvæðis verði að veruleika sem fyrst.  Í þeim málum eru vestfirskir vegir mörgum áratugum á eftir í uppbyggingu og þróun. Sú tenging mun skjóta styrkari stoðum og efla samvinnu og samstarf í atvinnumálum á norður- og suðursvæði Vestfjarða." 


miðvikudagurinn 11. febrúar 2009

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs 27. janúar

"Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga hvetur til víðtæks samráðs og samstöðu meðal launþega og forustumanna samtaka þeirra. Tökum ekki þátt í pólitísku valdapoti þar sem hagsmunir einstaklingsins verða fótum troðnir í þeim glundroða og óeiningu sem nú ríkir á hinu pólitíska skákborði.

 

Samningsaðilar launþega eru hvattir til að hlusta á áherslur hins almenna félagsmanns og hafa þær að leiðarljósi. Verum þess minnug að vilji félagsmanna eru lýðræðisleg vinnubrögð og gagnvirkar upplýsingar, ekki miðstýrð ákvarðanataka fárra einstaklinga án samráðs við grasrótina.

 

Höfum samstöðu og einingu að leiðarljósi. Látum hræðsluáróður vinnuveitanda ekki villa okkur sýn. Ákvörðun um frestun kjarasamninga verður eingöngu tekin af félagsmönnunum sjálfum en ekki fámennum hópi.  Það er hin lýðræðislega aðferð, forræðishyggja og miðstýring verður að víkja.

 

Stöndum vörð um réttindi félagsmanna ásamt því að verja gildandi kjarasamninga. Launþegar hafa þegar lagt sitt lóð á vogaskálarnar til þess að svo megi verða."

 


Fundur í stjórn og trúnaðarráði
Fundur í stjórn og trúnaðarráði

Brýnt að skapa tiltrú á endurreisn atvinnu- og fjármálalífs  íslensks samfélags.

Til að lægja öldur reiði og óánægju hlýtur krafan um opna og upplýsta rannsókn á atburðum undangenginna vikna og í framhaldinu skýrar leikreglur um starfsemi fjármálafyrirtækja að vera í fyrirrúmi.  Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir algjöru vantrausti á að stjórnendur nýju bankanna skuli vera sama fólkið og hélt áður um stjórnartauma þeirra. Sýnt þykir að sömu aðilar bera stærstu ábyrgð á þeim vanda sem þjóðinni hefur verið komið í.  Þá verði látið af pólitískum skipunum í stjónir seðlabanka og fjármálaeftirlits, og núverandi stjórnendum verði gert að víkja tafarlaust.


Meira

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.