þriðjudagurinn 12. september 2006

Ályktun stjórnarfundar um samgöngumál

Ályktun.

Stjórnarfundur Verk-Vest, haldinn á Reykhólum 9. sept. 2006, vill enn og ítrekað

vekja máls á því að bættar samgöngur eru ein af undirstöðunum til að tryggja og

viðhalda byggð í landinu. Eitt brýnasta verkefnið hvað varðar Vestfirði er að tengja

byggðir fjórðungsins með góðum vegum sem nýtast allt árið.


Barist hefur verið fyrir því að vegir á heiðum og hálsum, sem gjarnan eru tepptir

stóran hluta árs, verði færðir niður á láglendi, yfir firði og fyrir nes.

Ein af þeim hugmyndum er vegalagning í Barðastrandarsýslu, frá Melanesi yfir

Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð, u.þ.b. 15 km. leið og losna þar með við

hættulegan veg yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls.


Stjórnin tekur undir óskir heimamanna á Reykhólum um að þessi vegagerð, sem

Vegagerð ríkisins mælir með og kölluð er leið B, verði valin. Við verðum að treysta

því að við slíkar framkvæmdir sýni þeir sem verkið vinna fyllstu gát svo umhverfinu

verði ekki spillt, enda hefur vegagerðin sýnt í verkum sínum að hún er þess trausts

verð.


Eftir fundinn gengu stjórnarmenn um Drangsnes
Eftir fundinn gengu stjórnarmenn um Drangsnes

Samþykkt

Stjórnarfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, haldinn á Drangsnesi 12.

ágúst 2006, mótmælir harðlega frestunum á vegaframkvæmdum sem

boðaðar hafa verið. Úrbætur á vegum sem liggja um Vestfirði hafa setið á

hakanum í áratugi og þeir eru í dag með þeim allra lélegustu sem finnast í

þróuðum löndum og er þá langt til jafnað.


Fundarmenn skora á þingmenn kjördæmisins að sjá til þess að

Vestfirðingar sem aðrir landsmenn geti ekið á vegum sem tíðkast í

þróuðum löndum. Malarvegir á Vestfjörðum standast ekki þær kröfur sem

gerðar eru til nútíma þjóðvega og uppfylltar hafa verið hjá öðrum. Góðar

samgöngur eru lífæð hverrar byggðar, bæði hvað varðar atvinnu og

menningu, sem og öryggi og þróun byggðar.


Það eru engin rök fyrir frestun t.d. á þverun Mjóafjarðar að

útboðsgögn séu ekki enn tilbúin. Samgönguráðherra og þingmenn okkar

ættu frekar að svara því hvers vegna útboðsgögnin eru ekki á borðinu, því

áratugur er síðan ákveðið var að fara í verkið.

Fundurinn vill taka fram að svipað ástand er einnig á norðausturhorni

landsins.


mánudagurinn 16. janúar 2006

Stjórn Verk-Vest skorar á alþingismenn

Verk-Vest hefur sent öllum alþingismönnum eftirfarandi samþykkt, sem inniheldur áskorun um að þeir beiti sér fyrir brýnu mannréttindamáli:


Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir megnri óánægju sinni með þá afstöðu félagsmálaráðherra Árna Magnússonar að ætla ekki að leggja til að Ísland fullgildi samþykkt Alþjóðavinnumálastofununarinnar (ILO) nr. 158.
Þetta samsvarar yfirlýsingu um að Íslendingar skuli áfram búa við minna öryggi og sanngirni en aðrar þjóðir, sem þegar hafa fullgilt samþykktina eða búa við sambærileg eða betri réttindi í vinnulöggjöf.


Íslendingar geta ekki til lengdar búið við það óréttlæti að vinnuveitendur geti rekið menn úr vinnu, jafnvel eftir áralanga þjónustu, án þess að færa fyrir því nokkur rök. Mótbára vinnuveitenda um hindrun í sveigjanleika eru falsrök, drottnunarárátta er raunsannari lýsing.


Stjórnin skorar á alþingismenn að ganga fram fyrir skjöldu og flytja nú þegar frumvarp á Alþingi um fullgildingu á samþykkt ILO nr. 158.


þriðjudagurinn 6. september 2005

Ályktun aðalfundar Verk-Vest um atvinnumál

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Verk-Vest þann 4. sept:


Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga haldinn 4. september 2005 mótmælir þeim vandræðum sem stjórnvöld hafa bakað vestfirsku atvinnulífi með efnahagsaðgerðum og risaframkvæmdum á Austurlandi og valdið hafa hruni í sjávarútvegi og vinnslu sjávarafla.


Meira

fimmtudagurinn 10. febrúar 2005

Ályktun deildaraðalfundar Baldurs 10.feb 2005

Karitas les upp ályktun
Karitas les upp ályktun
Á undanförnum árum hefur störfum fækkað mjög á þessu atvinnusvæði. Áður voru laun á svæðinu langt fyrir ofan landsmeðaltal, en sú staða er nú gjörbreytt.
Aðalfundur í Vlf. Baldri styður allar þær hugmyndir sem fram koma um fjölgun starfa og fjölbreyttara atvinnulíf.
Hvers vegna ekki stóriðju í Ísafjarðarbæ?
Skorað er á atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar að spýta í lófana og koma með raunverulegar tillögur í atvinnumálum. Nóg er komið af orðum á blöðum, við þurfum raunverulega fjölgun atvinnutækifæra.
Mótmælt er þjónustuhækkunum bæjarstofnana er stefna kjarasamningum í óefni.
Vlf. Baldur styður áætlanir um stofnun háskóla á Vestfjörðum og leggur áherslu á að starfsemin hefjist sem fyrst."

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.