Ályktun miðstjórnar ASÍ um stuðning við sjómenn í kjaradeilu þeirra

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir fullum stuðningi við sjómenn í kjaraviðræðum þeirra við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Framganga útgerðarinnar í viðræðum við sjómenn vekur furðu og er með öllu óásættanleg. Þann 6. september slitu sjómenn kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara. Sýnt var að vilji stórútgerðarinnar til að finna lausn á kjaradeilunni […]