Jólaglaðningur eldra félagsfólks í Verk Vest

Nú sem og endranær færir Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Vestfirðinga félagsfólki sem hefur lokið starfsævinni Jólaglaðning ásamt fallegu korti frá félagssvæðinu. Á árinu 2018 varð sú breyting á myndefninu að sjóðsstjórnin óskaði eftir því við elsta félagsfólk Verk Vest að að sitja fyrir á myndum sem prýða Jólakort félagsins. Lögð hefur verið áhersla á að finna elstu […]
Launareiknivélar LÍV

Í kjarasamningum sem undirritaðir voru í desember 2022 var samið um 6,75% hækkun launa, þó að hámarki 66.000 kr. En launataxtar hækkuðu hlutfallslega meira, sjá launataxta. Reiknivél fyrir mánaðarlaun Reiknivél fyrir taxtalaun Launareiknivélar LÍV sýna laun árið 2023 í samanburði við laun 2022. Til að finna út núverandi mánaðarlaun út frá tímakaupi skal margfalda dagvinnutímakaup […]
Kjarasamningur SGS og Verk Vest vegna Þörungaverksmiðjunnar samþykktir

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði sem Verk Vest er aðili að liggja nú fyrir. Nýr kjarasamningur var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn hjá SGS félögum 16,56%, […]
Verk Vest býður félagsmönnum og fjölskyldum þeirra í bíó: Njótum aðventunnar

Verk Vest býður félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra í bíó þriðjudaginn 20. desember klukkan 20:00 að sjá Avatar 2, The way of water. Myndin verður sýnd í Ísafjarðarbíói og í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Athugið að félagsmaður þarf að sýna félagsskírteini við innganginn og fjölskyldan fylgir með. Við minnum á rafrænu félagsskírteinin sem hægt er að sækja hér. […]
Skrifað undir nýjan kjarsamning við Þörungaverksmiðjuna

Á þriðja tímanum í dag var skrifað undir nýjan kjarasamning Verk Vest við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. Nýr kjarasamningur er í anda þeirra samninga sem hafa verið gerðir við félög innan ASÍ að undanförnu með áherslu á launatöflubreytingu og krónutöluhækkun líkt og í kjarasamningi SGS. Þær áherslur skila taxtalauna fólki í verksmiðjunni mjög góðum krónutöluhækkunum frá kr. […]
Rafræn félagsskírteini

Nú er hægt að sækja sér rafrænt félagskírteini inn á orlofsvef félagsins. Þú þarft að skrá þig inn og smella á „Sækja rafrænt félagsskírteini“ Ef þú ert með Android verður þú að niðurhala í símann þinn SmartWallet. Síðan getur þú einfaldlega opnað myndavélina inni í appinu og skannað QR kóðann. Ef þú ert með Apple getur […]
Kynning á kjarasamningi iðnaðarmanna

Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði verða með kynningu á nýjum kjarasamningi Samiðnar í Alþýðuhúsinu á Ísafirði 3. hæð kl.20.00 fimmtudaginn 15. desember. Streymt verður frá kynningu Samiðnar. Kynningarefni samningsins má finna hér.
Nýjir kjarasamningar fyrir verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarfólk í Verk Vest undirritaðir

Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) og Samiðn hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir félagsmenn í Verk Vest. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. nóvember 2022 og rennur út 31. janúar 2024. Samningurinn felur í sér umtalsverðar kjarabætur. Frá og með 1. nóvember 2022 hækka mánaðarlaun þeirra sem ekki eru á taxtalaunum um […]
Upplýsingar um nýjan kjarasamning SGS

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur tekið saman ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins á íslensku, ensku og pólsku, Félagsmenn sem starfa skv. umræddum samningi eru hvattir til að að kynna sé samninginn vel og nýta atkvæðisrétt sinn, en atkvæðagreiðsla um samninginn […]
Przygotowanie spotkania z pracownikami oddziałów rybnych

Obecnie Verk Vest przygotowuje sie do zebrania w sprawie warunków oraz płac z pracownikami firm rybnych, , jednak z powodu odległości między placówkami z resortami morskimi i OPC, zebranie będzie odbywać się zdalnie. Aby promować dobra rozmowę z jak największą liczbą osób ,konieczne jest dotarcie do tych którzy pracuja w tej branży, z tego tez […]
UNDIRBÚNINGUR KJARAFUNDA MEÐ STARFSFÓLKI Í FISKELDI

Nú vinnur Verk Vest að undirbúningi kjaramálafunda með starfsfólki í fiskeldi óháð fyrirtæki, en sökum fjarlægða milli starfsstöðva verða fundir með sjódeildum og OPC haldnir í fjarfundi. Til að stuðla að góðu samtali við sem flesta þarf að ná til þeirra sem vinna í greininni, en Verk Vest þarf tölvupóstfang hjá viðkomandi starfsmönnum til að […]
Desemberuppbót 2022

Kjarasamningum samkvæmt fær launafólk greidda desemberuppbót, en skilyrði uppbótar má finna í viðeigandi kjarasamningi sem finna má á kjaravef Verk Vest. Hér eru upplýsingar um upphæðir og síðasta greiðsludag miðað við fullt starf: Almennur vinnumarkaður: Kr. 98.000 sem greiðist í síðasta lagi 15. desember (flestir atvinnurekendur greiða þetta út með launum 30.nóv.) Ríkisstarfsmenn: Kr. 98.000 sem […]
Lokað á Ísafirði og Patreksfirði vegna fræðsludags
Vegna fræðsludags hjá starfsfólki Verk Vest verða skrifstofur félagsins lokaðar þriðjudaginn 22. nóvember. Skrifstofan á Patreksfirði verður einnig lokuð mánudaginn 21. nóvebmer.
Minnumst verkafólks á blóðvöllum HM

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur landsmenn alla, og áhugafólk um knattspyrnu sérstaklega, til að gleyma ekki þeim fórnum sem farandverkafólk færði við byggingu mannvirkja og annan undirbúning vegna heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla í Katar. Talið er að 6.500 manns hafi týnt lífi við störf tengd undirbúningi mótsins. Raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir því stjórnvöld í […]
Yfirlýsing formannafundar Sjómannasambands Íslands

Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands, haldinn í Vestmannaeyjum 7. og 8. október 2022, ítrekar kröfugerð sína á hendur útgerðarmönnum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Krafa aðildarfélaganna er skýr um að sjómenn fái inn í kjarasamning sinn ákvæði um að útgerðin greiði 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóði sjómanna með sama hætti og launafólk á almenna vinnumarkaðnum hefur þegar samið […]
OPNUM FYRIR UMSÓKNIR UM JÓL OG ÁRAMÓT ÞRIÐJUUDAGINN 25. OKTÓBER

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga YFIR jól og áramót 2022, þriðjudaginn 25. október kl. 9:30. Orlofshúsin eru sem eru í úthlutun eru: íbúðir í Kópavogi og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir. Umsóknarfrestur verður til 7.nóvember og mun úthlutun fara fram þann 8. nóvember.
Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ

Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta. Ragnar Þór hefur jafnframt lýst því yfir að hann ætli sér ekki að sleppa tökunum á VR í komandi kjaraviðræðum og sitja sem formaður […]
Trúnaðarmenn Verk Vest á námskeiði

Trúnaðarmenn hjá Verk Vest luku námslotu 6 hjá Félagsmálaskóla Alþýðu sem haldin var í Heydal í Mjóafirði við Djúp. Leiðbeinendur í 6 lotu voru þau Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ sem fjallaði um helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun. Bergþóra Guðjónsdóttir sem kynnti helstu hugtök í samningtækni. Lögð […]
Helgartilboð í Flókalundi

Framundan er síðasta opnunarhelgin í Orlofsbyggðinni í Flókalundi og það spáir fallegu haustveðri. Af því tilefni er boðið upp á helgartilboð frá fimmtudegi til mánudags kr. 20.000. Nú gildi reglan fyrstur kemur fyrstur fær! Bókanir eru á orlofsvef félagsins eða í síma 4565190
Opnum aftur á Patreksfirði

Frá 1. september mun starfsemi og þjónusta á skrifstofu félagsins á Patreksfirði aftur komast í eðilegt horf með ráðningu starfsmanns í tímabundna afleysingu. Sigurbjörg Ásgeirsdóttir í Neðri Tungu við Patreksfjörð mun taka við keflinu af Völu Dröfn sem er á leið í fæðingarorlof. Opnunartími skrifstofunnar verður óbreyttur frá kl.09.30 – 15:00 alla virka daga.
Yfirlýsing frá formönnum innan SGS vegna afsagnar Drífu Snædal, forseta ASÍ

Við undiritaðir formenn félaga innan Starfsgreinasambands Íslands viljum þakka fráfarandi forseta ASÍ fyrir farsælt og gefandi samstarf undanfarin 10 ár. Fyrst með flestum okkar sem framkvæmdastjóri SGS og síðustu fjögur ár sem forseti ASÍ. Drífa hefur verið róttæk, sýnileg og fylgt áherslum Alþýðusambands Íslands mjög vel eftir og verið hreyfingunni til sóma á allan hátt. […]
Leiðbeiningar og nánari upplýsingar fyrir leigjendur íbúða Verk Vest

Félagsmönnum til hægðarauka hafa verið birtar ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þá sem leigja íbúðir félagsins í Sunnusmára í Kópavogi, og kemur til með að bætast ört við á næstu vikum. Beinn hlekkur á þessar leiðbeiningar er hér en á meðfylgjandi mynd má sjá hvar upplýsingarnar er að finna á vef félagsins. Við vonum að þessi viðbót […]
Kynning rannsóknar á hinsegin vinnumarkaði í Veröld, húsi Vigdísar 5. ágúst kl. 14:30

Föstudaginn 5. ágúst kl. 14:30 standa heildarsamtök launafólks að viðburði í Veröld – Húsi Vigdísar þar sem rannsókn á kjörum hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði verður kynnt. Rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er viðburðurinn hluti af dagskrá hinsegin daga, en þeim lýkur með gleðigöngu á laugardag. Áherslur verkalýðshreyfingarinnar verða kynntar auk þess […]
Breytingar á útgreiðslum styrkja vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa starfsfólks þá verða breytingar á greiðslum sjúkra- og fræðslustyrkja. Greiðslur verða 15. júlí n.k. og síðan ekki aftur fyrr en 15. ágúst. Greiðslur á sjúkradagpeningum og dánarbótum verða óbreyttar. Bendum á að í dagatalinu er að finna allar dagsetningar á útgreiðslum o.fl.
Tungumálatöfrar – Íslenskunámskeið fyrir 5-9 ára börn

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir 5 – 9 ára börn sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Töfraútivist Tungumálatöfra er hressandi útivistarnámskeið fyrir 10-14 ára sem fram fer á Flateyri og nágrenni. Báðum námskeiðum lýkur með Töfragöngu á Ísafirði laugardaginn 13. ágúst. Kennt er frá kl.10-14 á daginn, mánudag til föstudags. ATH. Börn koma með hollt […]
Pistill forseta ASÍ – Gleðilegt sumar!

Ferðaþyrst fólk flykkist til og frá landinu eftir tveggja ára ferðatakmarkanir. Flugvellir víða um heim standa ekki undir álaginu og aldrei að vita hvar farangur endar eða í versta falli ferðamenn. Mjög víða vantar starfsfólk og álagið á vinnandi fólk er mikið. Ýmsir furða sig á því að þó atvinnuleysi sé víða um heim skorti […]
Kröfugerð Starfsgreinasambandsins afhent Samtökum atvinnulífsins

Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands afhenti í gær fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð SGS vegna kjarasamninga á almennum markaði, sem verða lausir 1. nóvember næstkomandi. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag komandi viðræðna og þau úrlausnarefni sem liggja fyrir samningsaðilum. Gert er ráð fyrir að formlegar viðræður byrji um miðjan ágúst og voru aðilar sammála um að ganga […]
Sjómannadagurinn í kjölfar Covid

Eins og með svo margt annað hefur Sjómannadagurinn breyst í tímans rás. Sjómenn voru mjög mikilvægir landinu í heild sinni, enda fæðuöflun mjög mikilvæg þessari litlu eyþjóð úti í miðju Atlantshafi, og þar af leiðir naut sjómennska mikillar virðingar áður fyrr. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 1938 á Ísafirði og í Reykjavík, en svo um […]
Aðalfundur Verk Vest veitir RKÍ styrk

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti að svara ákalli frá félögum okkar í verkalýðsfélögum í Úkraínu og nágrannaríkjum þeirra um stuðning í orðum og verki. Stjórn Verk Vest lítur á það sem samfélagsskyldu félagsins að veita stríðshrjáðum flóttamönnum aðstoð og lagði því til við aðalfund félagsins að veita styrk til Rauðakross Íslands (RKÍ). Félagar á aðalfundi samþykktu […]
Lokað vegna viðhalds á tölvukerfi og búnaðar

Skrifstofur félagsins á Ísafirði og Patreksfirði verða lokaðar frá kl.13.00 föstudaginn 10. júní vegna viðhalds á tölvukerfum félagsins og uppfærslu á búnaði þeim tengdum. Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kanna að valda. Starfsfólk Verk Vest á Ísafirði og Patreksfirði.