Laus tímabil í Flókalundi!

Nokkur tímabil í Flókalundi eru laus til bókunar í ágúst og september. Við minnum líka á að frá 20. ágúst er einnig hægt að bóka helgarleigur í Flókalundi. Gildir sú regla fram til lokunar orlofsbyggðarinnar 14. september. Hægt er að skoða laus tímabil á orlofsvef félagsins. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Sumarlokun skifstofu Verk Vest á Patreksfirði

Skrifstofa Verk Vest á Patreksfirði verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 16. ágúst. Félagsmönnum er bent á skrifstofu félagsins á Ísafirði sem er opin alla virka daga frá kl. 09.30 – 15:00. Rétt er að minna á mínar síður þar sem hægt er að sækja ýmsa þjónustu hjá félaginu með rafrænum hætti.
Samstarfskona okkar, Unnur Ólafsdóttir, verður jarðsungin í dag frá Reykholtskirkju

Í dag kveðjum við samstarfskonu okkar, Unni Ólafsdóttur, hinstu kveðju. Hún var búsett að Miðhúsum í Strandabyggð og lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 23. júní sl. eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hún verður jarðsungin í dag frá Reykholtskirkju í Borgarfirði og lögð til hvílu í kirkjugarðinum í Stafholti. Undanfarin ár hefur Unnur […]
Opnað fyrir bókanir í Flókalundi

Vinna við endurbætur á sumarhúsum félagsins í Flókalundi er á lokametrunum. Öll hús félagsins, sex talsins, eru komin eða að komast í notkun eftir umfangs miklar innanhúss endurbætur. Búið er að opna fyrir bókanir á bókunarvefnum og hús nr. 3 og 8 eru laus til bókana frá föstudeginum 18. júní – 25. júní. Nú gildir […]
Sævar Gestsson heiðraður á Sjómannadag

Að gömlum sið var heiðraður í sjómaður í Sjómannamessu á Sjómannadag, og fyrir valinu varð heiðursmaðurinn Sævar Gestsson. Sævar er fæddur og upp alinn á Ísafirði. Sína fyrstu vinnu á sjó fékk hann aðeins 11 ára gamall og hefur verið viðloðandi sjómennsku alla tíð síðan. Kjaramál sjómanna hafa lengi verið Sævari hugleikin, en árið 1976 […]
Tungumálatöfrar 2021

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 – 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3. – 8. ágúst 2021. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir íslensk börn sem fæðst hafa eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi, en námskeiðið er þó […]
Sumarorlofskostir Verk Vest

Ferðaávísun Verk Vest veitir félagsmönnum aðgang að sértilboðum á gistingu um allt land (sjá kort). Samið hefur verið við tugi gististaða um að bjóða okkur allra bestu kjörin. Félagið niðurgreiðir ferðaávísunina um 40% af valinni upphæð að hámarki kr. 30.000 á almanaksári. Við hverja niðurgreiðslu eru teknir punktar en þó aldrei fleiri en 30 miðað […]
Ertu búinn að fá greidda orlofsuppbót?

Orlofsuppbót skal greidd þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu. Allt starfsfólk sem verið hefur samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí skal fá greidda orlofsuppbót. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða […]
Til hamingju með daginn sjómenn!

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Til hamingju með daginn sjómenn!
Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Dagskrá Sjómannadagsins á Suðureyri

Sjómannadags-dagskráin á Suðureyri verður eftirfarandi: Laugardagur 5. júní: – Kl. 14:00 Sjómannaguðsþjónusta með léttu sniði í Suðureyrarkirkju – Kl. 16:00 Pínu litla gula hænan verður sýnd á Freyjuvöllum. Sýningin er c.a. 30 mín – Kl. 16:30 Stefnir grillar pylsur ofan í gesti í lok sýningar Sýning og grill er í boði fyrirtækja á Suðureyri. Sjómannadagsráð […]
Miðstjórn ASÍ ályktar um meiðandi umræðu um atvinnuleitendur

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands harmar sleggjudóma í opinberri umræðu um málefni atvinnuleitenda. Sú umræða er ekki studd gögnum og er úr hófi fram neikvæð og einhliða. Miðstjórn varar við því að ýtt sé undir fordóma í umfjöllun um vanda þeirra sem glíma við atvinnuleysi. Miðstjórn ASÍ vísar til fullyrðinga nokkurra atvinnurekenda sem birst hafa í tilteknum […]
Sigurður Pétursson sagnfræðingur fjallar um gul stéttarfélög

Umræða um svokölluð gul stéttarfélög hefur verið áberandi að undanförnu og þá einkum í tengslum við Flugfélagið Play en Íslenska flugstéttarfélagið, sem Play hefur samið við, virðist bera öll merki þess að vera „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks, eins og ASÍ, og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum launamanna. […]
Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga 18. maí

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 18. maí 2021 kl.18.00 á Hótel Ísafirði. Vegna samkomutakmarkana eru félagsmenn beðnir að tilkynna þátttöku á postur@verkvest.is. Einnig verður hægt að taka þátt um fjarfundabúnað. Boðið verður upp á málsverð í upphafi fundar. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 24.gr laga félagsins Önnur mál Allir félagsmenn eiga jafnan atkvæðis- málfrelsis- og […]
Główne zebranie Verk Vest we wtorek 18 maja.

Główne zebranie Verk Vest odbędzie się we wtorek 18 maja 2021 o godzinie 18.00 w Hotelu w Ísafjordzie. Ze względu na ograniczenia dotyczące spotkań, członkowie są proszeni o powiadomienie o uczestnictwie pod adresem postur@verkvest.is. Możliwy będzie również udział online ( internetowy) Na początku spotkania będzie oferowany posiłek. Program : Padstawowe spotkanie działania zgodnie z art.24 […]
1. maí pistill formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag verkafólks. Afkoma samfélagsins á Íslandi á fyrri hluta 21. aldarinnar er þrátt fyrir allt með því besta sem þekkist í sögunni. Við búum í landi sem er ríkt af auðlindum – bæði af hendi náttúrunnar og mannauði. Með góðum vilja og réttum ákvörðunum getum við öll notið mannsæmandi lífskjara á […]
1. maí ávarp forseta ASÍ

Úr ávarpi forseta ASÍ sem birt er í vefriti Vinnunnar. …“ Í okkar ríka samfélagi með gjöfulum fiskimiðum, orkunni sem streymir úr iðrum jarðar og eftirsóknarverðri náttúru á enginn að líða skort. Þær raddir heyrast frá viðsemjendum og jafnvel stjórnvöldum að laun á Íslandi séu of há, útflutningsgreinarnar eigi að ráða hvað sé til skiptanna […]
1. maí 2021 – „Það er nóg til“

Annað árið í röð og í annað skiptið síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Líkt og í fyrra er brugðist við þessari stöðu með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem verður sjónvarpað á RÚV að kvöldi 1. maí (kl. 21:00).Landsþekktir tónlistarmenn, skemmtiatriði og […]
Fyrstu úthlutun um orlofsdvöl sumarið 2021 lokið

Fyrstu úthlutun um orlofsdvöl er lokið og alls bárust 119 umsóknir sem er sprenging frá árinu 2020, en þá voru umsóknir eingöngu 59. Af þessum orsökum var ekki hægt að verða við öllum óskum um fyrsta val og varð að synja 50 umsóknum sem hafa þá alltaf möguleika að sækja um önnur laus tímabil. Þess […]
Verkalýðsfélagið Baldur á Ísafirði 105 ára í dag

Verkalýðsfélagið Baldur var stofnað af verkafólki á Ísafirði 1. apríl árið 1916. Á þeim tíma var mikill uppgangur í bænum, vélbátum fjölgaði ört og mikil atvinna var hjá stóru verslununum sem jafnframt stóðu að útgerð og saltfiskverkun. Á stuttum tíma söfnuðust meir en 400 nöfn á félagalista Verkamannafélags Ísfirðinga, bæði sjómenn og landverkafólk, karlar jafnt […]
Ograniczony dostęp do biur Verk Vest z powodu Covid-19

W świetle decyzji rządu i zaleceń epidemiologa, zachęcamy członków do korzystania z komunikacji elektronicznej z pracownikami stowarzyszenia. Praca w biurach pozostanie niezmieniona, z wyjątkiem tego, że drzwi będą teraz zamknięte, więc osoby, które potrzebują dostępu do kluczy lub muszą odbyć rozmowę osobista , muszą umówić się na wizytę dzwoniąc pod numer 456-5190 lub e-mailem pod […]
Stofnanasamningur undirritaður við Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur

Í hádeginu í gær var undirritaður stofnanasamningur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða við Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur. Samningurinn byggir á kjarasamningi ríkisins við Starfsgreinasambandið sem undirritaður var 6. mars 2020. Samningurinn tekur til 107 starfsmanna stofnunarinnar á öllum starfsstöðvum. Flest störfin eru í aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, við ræstingu og í eldhúsum. Veruleg kjarabót er fólgin […]
Takmarkað aðgengi að skrifstofum Verk Vest vegna Covid-19

Í ljósi ákvörðunar ríkisstjórnar og tilmæla sóttvarnarlæknis hvetjum við félagsmenn til að nýta rafræn samskipti við starfsfólk félagsins. Starfsemi á skrifstofum félagsins verður óbreytt að því undanskildu að nú verður hurðin læst, þannig að þeir sem þurfa nálgast lykla eða þurfa nauðsynlega að eiga samtal þurfa að bóka tíma í síma 456-5190 eða með tölvupósti […]
Sumarúthlutun orlofshúsa

Þann 15. mars verður opnað fyrir umsóknir um orlofshús hjá Verk Vest sumarið 2021. Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins og sótt um með því að velja: Sumar. Félagið býður upp á orlofshús fyrir félagsmenn í öllum landshlutum sumarið 2021. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einarsstaðir á héraði Flókalundur […]
SUMARÚTHLUTUN ORLOFSHÚSA
Þann 21. mars verður opnað fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir sumarið 2022. Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins http://orlof.is/verkvest/ og sótt um með því að velja: Sumar. Félagið á orlofshús fyrir félagsmenn í öllum landshlutum sumarið 2022. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagið býður upp á orlofshús fyrir félagsmenn […]
Öryggismál sjómanna – Drífa Snædal skrifar

Enn eru menn sem voru í áhöfninni á Júlíusi Geirmundssyni að glíma við eftirköst covid-veikindanna sem komu upp um borð. Skipstjórinn lagði heilsu áhafnarinnar í hættu með því að halda áfram veiðiferð þrátt fyrir smit meðal áhafnarinnar. Enn er of snemmt að segja hvort einstaka sjómenn nái sér að fullu en nú eru fimm mánuðir […]
Mínar síður fyrir félagsmenn Verk Vest

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur opnað Mínar síður fyrir félagsmenn á heimasíðu félagsins. Á mínum síðum geta félagsmenn: Sótt um styrki Bætt fylgiskjölum við umsóknir Séð stöðu umsókna Uppfært persónuupplýsingar Skoðað áður afgreiddar umsóknir Til að fá aðgang að Mínum síðum þarftu að vera með rafræn skilríki eða Íslykil. Þú getur sótt um Íslykil inn á mínum […]
Greiðslur úr félagsmannasjóði til starfsmanna sveitafélaga

Félagsmenn Verk Vest starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS. Greitt var úr sjóðnum í fyrsta sinn 1. febrúar síðastliðinn og hafa nú verið greiddar rúmar 218 milljónir króna til tæplega 5.000 félagsmanna. Félagsmönnum Verk Vest, sem starfa hjá sveitarfélögum, og ekki hafa fengið greitt […]
Veiðileyfi í neðsta svæði Norðurár sumarið 2021

Í ár eins og undanfarin ár býðst félagsmönnum Verk Vest sem dvelja í Svignaskarði að kaupa veiðileyfi í neðsta veiðisvæði Norðurár. Veiðitímabilið frá 7. júní til 14. september. Forgangur til þeirra félagsmanna sem hafa fengið úthlutað húsi í sumar er til 1. júní. Opið verður fyrir almennar pantanir eftir það. Leigjendur á hverjum tíma geta […]
Atvinnulausir njóta almennt ekki afsláttar á leikskóla- eða dagvistunargjöldum

Aðeins Akureyri og Garðabær bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa, af þeim 15 sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nær til. Ekkert sveitarfélag er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa. Hafa ber í huga að þrátt fyrir að sum sveitarfélög séu með afslætti fyrir forgangshópa en […]