Kjaramál

Verkalýðsfélag Vestfirðinga á aðild að kjarasamningum fyrir landverkafólk, verslunar- og skrifstofufólk, sjómenn, byggingamenn, vélstjóra í frystihúsum og verksmiðjum, starfsfólk á veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustöðum, starfsfólk í fiskeldi, beitninga- og netagerðarfólk, starfsfólk sveitarfélaga, ríkis, t.d. starfsfólk á heilbrigðisstofnunum og hjá vegagerðinni. Þá hefur félagið gert séstakan samning um kjör starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, auk samninga við einstök fyrirtæki með gerð vinnustaðasamninga.

HAFÐU SAMBAND HAFIR ÞÚ EFASEMDIR UM AÐ ÞÚ FÁIR GREIDD RÉTT LAUN!

Hægt er að senda tölvupóst á postur@verkvest.is eða hafa samband símleiðis í síma 456 5190.

Einnig er hægt að tilkynna brot nafnlaust á labour.is

Kjarasamningar

Undirritað eintak 2023 með uppsagnarákvæði 1. deseber 2028 

Breytingar 2023 koma til viðbótar við kjarasamning frá 2017 

Eldri kjarasamningar sjómanna Verk Vest og SFS

Heildarútgáfa 2017  PDF útgáfa (til útprentunar) gildir til 1. desember 2019
Samningur 18. febrúar 2017 Undirritað eintak

Eldri kjarasamningar starfsfólks á bændabýlum
Eldri kjarasamningar veitinga-, gisti-, og bensínstaða

Launatöflur

Eldri launatöflur beitningamanna á smábátum
Eldri launatöflur iðnaðarmanna og iðnnema
Eldri launatöflur kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal
Eldri launatöflur landverkafólks
Eldri launatöflur starfsfólks á bændabýlum
Eldri launatöflur sjómanna
Eldri launatöflur smábátasjómanna

Gagnlegar upplýsingar

Nokkrir gagnlegir punktar sem vert er að hafa í huga.

  • Geymdu launaseðla.
  • Launaseðill staðfestir réttindi þín, hann er sönnun fyrir vinnuframlagi og launagreiðslu.
  • Á launaseðlum kemur fram, hvaða kaup þú hefur, hvaða orlofsrétt þú átt og hvað hefur verið dregið af þér í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld.
  • Kjarasamningur stéttarfélagsins tryggir þér lágmarksréttindi og lágmarkslaun.
  • Lágmarkstaxti er ekki lögmál, ávallt má borga betur.
  • Allt starfsfólk á rétt á skriflegum ráðningarsamningi.
  • Fyrir iðgjald til stéttarfélags færðu þjónustu frá stéttarfélaginu.
  • Þú öðlast rétt til sjúkradagpeninga frá stéttarfélaginu samkvæmt reglum þess.
  • Þú öðlast rétt til að nota orlofshús stéttarfélagsins samkvæmt reglum þess.
  • Þú öðlast rétt til að sækja námskeið á vegum stéttarfélagsins samkvæmt reglum þess.
  • Þú getur tekið þátt í félagsstarfi hjá stéttarfélaginu.
  • Nauðsynlegt er að staðfesta aðild að stéttarfélagi.
  • Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum.
  • Verktakar njóta ekki sama réttar og launafólk.
  • Leitið til stéttarfélags ef þið eruð í vafa um launakjör og réttindi

 

Greinar/samantektir um kjaramál

 

Athyglisverðir dómar

 

Lög, frumvörp og reglugerðir til hliðsjónar

 

Úrskurðir Persónuverndar