120 FÉLÖGUM VERK – VEST SAGT UPP STÖRFUM
Framkvæmdarstjóri og forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Kambs á Flateyri héldu fund með starfsfólki ásamt fulltrúum frá Verk Vest föstudaginn 18. maí. Á fundinum tilkynnti Hinrik Kristjánsson framkvæmdarstjóri Kambs þau alvarlegu tíðindi að öllu starfsfólki fyrirtækisins yrði sagt upp frá og með næstu mánaðarmótum, þar sem fyrirtækið væri að hætta rekstri, bæði vinnslu og útgerð. Með þessum aðgerðum […]