Miðfell úrskurðað gjaldþrota – 40 Verk-Vest félagar missa vinnuna
Á fundi með starfsfólki rækjuverksmiðju Miðfells á Ísafirði, tilkynnti Elías Oddsson framkvæmdarstjóri um þá ákvörðun stjórnar Miðfells að óska eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskifta. Þetta mun haf þær alvarlegu afleiðingar í för með sér að um 40 manns muni missa vinnuna ef skiftastjóri kýs að halda ekki áfram rekstri Miðfells.