Orlofsbyggðin Flókalundi – Patreksfjörður

Tíðindamaður vefsins var á ferð í orlofsbyggðinni í Flókalundi um síðustu helgi. Þar ræður ríkjum Þorsteinn Guðbergsson umsjónarmaður, sem hefur þjónustað byggðina og gesti hennar af alkunnri lipurð og samviskusemi síðustu 13 sumur. Í vor var ráðist í að girða kringum byggðina, en ágangur sauðfjár hefur verið mörgum til ama undanfarin sumur.