Eining-Iðja í heimsókn
Hópur úr stjórn og starfsliði Einingar-Iðju á Akureyri heimsótti Verk-Vest um helgina. Vináttusamband hefur verið með félögunum frá stofnun Verk-Vest og þetta er í annað skiptið sem Eining-Iðja kemur í heimsókn. Hópurinn kom til Ísafjarðar á föstudagskvöld. Að morgni laugardags var farið í gönguferð um Eyrina undir leiðsögn Ragnheiðar Hákonardóttur, sem fræddi gestina um sögu gömlu húsanna sem þar eru mörg.