Verkalýðsforingi kvaddur

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga ásamt samstarfsfólki kvaddi Pétur Sigurðsson í samsæti honum til heiðurs á Hótel Ísafirði. Sagðar voru sögur af kappanum bæði gamlar og nýjar, þá var hann leystur út með gjöfum frá félaginu fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf fyrir launþega á Vestfjörðum.