Góður gangur í fiskvinnslu á Patreksfirði

Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga var í vinnustaðaheimsóknum á Patreksfirði í gær. Þrátt fyrir slæmt veður og blauta heiðarvegi tók ferðin ekki nema tvo og hálfan tíma, aðra leiðina. Þetta ferðalag færði enn og aftur heim sanninn um það slæma ástand sem við Vestfirðingar þurfum að búa við í samgöngumálum í fjórðungnum yfir vetrarmánuðina.