Verkalýðsfélag Vestfirðinga endurnýjar í Svignaskarði
Gengið hefur verið frá verksamningi við Eirík Jón Ingólfsson í Borgarbyggð um byggingu á nýju sumarhúsi í staðinn fyrir gamla húsið nr.30 í Svignaskarði, sem má kannski segja að hafi verið orðið barn síns tíma. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir næsta sumar þannig að húsið komist í útleigu fyrir háanna tímann.
Ekki ætlunin að gefa afslátt af kröfunum!
Starfsgreinasamband Íslands hefur lagt fram kröfur aðildarfélaganna til Samtaka atvinnulífsins varðandi komandi kjarasamninga. Þetta eru ekki bólgnar kröfur eins og verkalýðshreyfingin hefur oft verið sökuð um heldur til þess gerðar að laga stöðu þeirra sem eru á lægstu töxtunum án þess að skapa þjóðhagslegan óstöðugleika.