ASÍ mótmælir útúrsnúningi Samtaka atvinnulífsins

Alþýðusamband Íslands hefur ítrekað krafist þess að meginefni samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 158 um rökstuddar uppsagnir verði innleidd hér á landi. Það er skoðun ASÍ að það séu fólgin í því grundvallar mannréttindi og almenn kurteisi að launafólk fái að vita hvers vegna því er sagt upp. Undir þetta sjónarmið hafa allmargir tekið, nú síðast aðstoðarframkvæmdarstjóri […]
Réttarbót fyrir fiskvinnslufólk

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum nr. 51 frá 1995 um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Breytingarnar hafa í för með sér þá mikilvægu bót, að fiskvinnslufólk sem verið hefur á dagvinnutryggingu í vinnslustöðvun getur nú sótt um mismuninn á dagvinnu og tekjutengdum atvinnuleysisbótum sem það hefði átt rétt á ef það hefði verið skráð atvinnulaust. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir þá mismuninn.