Staðan í samningamálum – hugmyndir ríkisstjórnarinnar vonbrigði

Eftir að samningaviðræðum var slitið fyrir jól eru viðræður SGS og SA komnar á fullt skrið að nýju. Þrátt fyrir að samningar hafi verið lausir frá áramótum virðist lausn deilunnar ekki vera í sjónmáli. Áherslur ríkisstjórnarinnar í skattamálum er ekki sú innspýting sem vonast var eftir. Á formannafundi landsbyggðarfélaga innan SGS sem haldin var 7. janúar sl. var farið yfir stöðuna og hvað skerf yrðu farin næst með eða án aðkomu ríkisstjórnarinnar.