Verklýðshreyfingin krefur ríkisstjórn svara vegna fiskvinnslufólks

Málefni fiskvinnslufólks voru rædd á fundi samninganefndar SGS í gær. Þung áhersla var lögð á aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar sem tryggðu hag fiskvinnslufólks við þær aðstæður sem eru að skapast í greininni. Ljóst er að breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar duga ekki til þegar brugðið er á þau ráð sem fiskvinnslan Vísir hf. viðhafði í tilkynningu lokunar starfsstöðva á Þingeyri og Húsavík.