Samtök atvinnulífsins draga kjarasamninga á langinn

Þrátt fyrir að rúmir tveir mánuður séu síðan launþegar lögðu hógværar kröfur fyrir Samtök atvinnulífsins þá eru krónurnar sem eiga að skila okkar fólki bættari kjörum enn í sjóðum atvinnurekanda. Þá hefur ríkisstjórnin enn ekki gefið svar um hvort tímabært sé að hún komi að samningaborðinu. Hvenær er tímabært að ríkisstjórnin komi að kjarasamningum ef það er ekki einmitt þegar deilan er komin í þann farveg sem hún er í nú?