Mikil vonbrigði – Öll félög smábátaútgerðar hafna kjarasamningi

Eins og komið hefur fram hér á vefnum var þ. 21. des. s.l. undirritaður kjarasamningur milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda. Vonir voru bundnar við að með því væri stigið skref í átt til þess að starfsfólk smábátaútgerða njóti sömu félagslegra réttinda og annað launafólk á landinu, en sem kunnugt er hefur smábátaútgerð verið eina atvinnugreinin á Íslandi sem ekki hefur gert kjarasamning við sitt fólk.