Húsaleigubætur – sveitarfélög hvött til hækkunar
Verklýðsfélag Vestfirðinga hvetur sveitarfélög á Vestfjörðum til að hækka húsaleigubætur í samræmi við reglugerð sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra undirritaði 7. apríl sl. Húsaleigubætur hafa ekki verið hækkaðar síðan árið 2000, en í nýgerðum kjarasamningum var hækkun húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta hluti af ríkisstjórnarpakkanum.
Umsóknir um sumarhús streyma inn – lokafrestur 10. apríl
Félagsmenn hafa verið duglegir að senda inn umsóknir um dvöl í orlofshúsum Verk Vest. En nú fer hver að verða síðastur. Á morgun 10. apríl rennur út fresturinn til að senda inn umsóknir um orlofsdvöl.